Myndir mánaðarins, febrúar 2019 - Bíó
21 Myndir mánaðarins Cold Pursuit Hin fullkomna hefnd Aðalhlutverk: Liam Neeson, Emmy Rossum, Laura Dern, Tom Bate- man, Tom Jackson, Julia Jones og William Forsythe Leikstjórn: Hans Petter Moland Bíó: Laugarásbíó, Smárabíó og Borgarbíó Akureyri 118 mín Frumsýnd 8. febrúar l Fyrir utan leikstjórann Hans Petter Moland koma margir þeirra sem unnu að Kraftidioten að gerð Cold Pursuit og má þar nefna kvikmyndatökumanninn Philip Øgaard, klipparann Nicolaj Mon- berg, sviðshönnuðinn Jørgen Stangebye Larsen og búningahönn- uðinn Anne Pedersen. Þess má geta að þótt grunnsagan sé sú sama og í Kraftidioten hefur atburðarásinni verið breytt talsvert þannig að hún mun jafnvel koma þeim sem sáu frummyndina á óvart. Nels Coxman er heiðursborgari smábæjarins Kehoe í Kletta- fjöllum og hefur um árabil þjónað bæði bæjarbúum og öðrum vegfarendum með því að halda vegum opnum með öflugum snjóruðningstækjumsemhann ræður yfir. Þegar lögreglan til- kynnir honum að sonur hans hafi fundist látinn breytist allt. Cold Pursuit er eftir norska leikstjórann Hans Petter Moland en hún er endurgerð hans eiginmyndar, Kraftidioten , semvar frumsýnd árið 2014 og vakti mikla lukku, enda þrælgóð mynd í alla staði. Liam Neeson fetar hér í fótspor Stellans Skarsgård í þeirri mynd og leikur heiðursborgara smábæjarins Kehoe, Nels Coxman, sem vinnur við að hreinsa snjó af vegum bæjarins og nágrennis hans með öflugustu snjóruðningstækjum sem völ er á. Þegar sonur hans finnst látinn sannfærist Nels um að eiturlyfjakóngur einn á svæðinu beri ábyrgð á dauða hans og sver þess eið að koma fram hefndum, ekki bara gagnvart honum heldur öllu hans gengi. Málið reynist þó talsvert flóknara en Nels gerði ráð fyrir (þótt það væri nú þegar frekar flókið) þegar inn í það blandast mun erfiðari og hættulegri andstæðingar en þeir sem hann hélt að hann ætti í höggi við ... Liam Neeson leikur snjóruðningsmanninn og heiðursborgarann Nels Coxman sem ákveður að ganga á milli bols og höfuðs á glæpagenginu sem hann telur bera ábyrgð á dauða sonar hans. Cold Pursuit Spenna / Hasar Punktar .................................................... Chris Hemsworth. Veistu svarið? Liam Neeson, sem fagnar 67 ára afmæli sínu í júní, er eins og áður hlaðinn verkefnum og mun næst birtast á hvíta tjaldinu í aukahlutverki í fjórðu Men in Black -myndinni sem verður einmitt frumsýnd 14. júní. En hver fer með aðalkarlhlutverkið í henni? Nels Coxman er ekki á því að sýna andstæðingum sínum miskunn. Tom Bateman leikur glæpaforingjann Viking sem Nels er nokkuð viss um að muni ekki snúa frá villu síns vegar upp á eigin spýtur.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=