Myndir mánaðarins, febrúar 2019 - Leigan

10 Myndir mánaðarins Jawbone – Símon 1. febrúar 91 mín Aðalhl.: Johnny Harris, RayWinstone, Michael Smiley og Ian McShane Leikstjórn: Ben Young Útgef.: Myndform VOD Drama/hnefaleikar Jimmy McCabe er fyrrverandi hnefaleikamaður sem fór illa með tækifæri sín þegar áfengisdrykkja hans fór framúr öllumskynsemismörkum. Slypp- ur og snauður eygir Jimmy litla von um að ná sér á strik, eða allt þar til honum býðst að taka þátt í ólöglegum bardaga þar sem allt er lagt undir. Jawbone hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda, ekki síst fyrir góðan leik og afar gott handrit en segja má að fyrir utan söguna og það sem aðalpersónan gengur í gegnum til að komast aftur í hringinn sémyndin trúverðugt innlit í heimbreskra hnefaleika þar sem raunsæið er í fyrirrúmi. Þess má geta að írski hnefaleika- meistarinn og fyrrverandi WBA-heimsmeistari, Shane McGuigan, var ásamt syni sínumBarryMcGuigan ráðgefandi varðandi útfærslu hnefaleikaatriðanna í mynd- inni með það að markmiði að gera þau sem allra líkust raunveruleikanum. Fyrsti sigurinn er á sjálfum sér Johnny Harris leikur hnefaleikamanninn Jimmy McCabe og Michael Smiley leikur hinn eitilharða þjálfara hans, Eddie. l Handritið að Jawbone var tilnefnt til BAFTA-verðlaunanna í fyrra sem besta frumraunin en það er eftir aðal- leikarann Johnny Harris sem byggði það að hluta til á eigin reynslu, en hann reyndi fyrir sér í veröld hnefa- leika áður en hann gerðist leikari. l Jawbone var enn fremur tilnefnd til sjö verðlauna á hátíð óháðra kvik- myndaframleiðenda í Bretlandi 2018. l Tónlistin í myndinni er eftir Paul Weller sem flestir þekkja sem aðal- mann bresku hljómsveitanna The Jam og Style Council á árum áður. Punktar .................................................................. HHHH - Total Film HHHH - The Mirror HHHH - Hollywood News Teiknimyndaþættirnir um Símon eru byggðir á metsölubókum Stephanie Blake sem hafa verið þýddar á yfir 20 tungumál og hafa þessir þættir notið mikilla vinsælda á sjónvarpsstöðvum víða um heim, þ. á m. á RÚV. Símon er eldhress kanínustrákur sem lætur sér fátt óviðkomandi og er óhræddur við að prófa og læra eitthvað nýtt. Um leið á hann það til að gera mistök en þótt hann sé svona lítill er hann með stórt hjarta og er ávallt fljótur að sjá muninn á röngu og réttu. Símon Sjö þættir um fjallhressa kanínustrákinn Símon 1. febrúar 40 mín Teiknimyndir um Símon kanínustrák og uppátæki hans á hverjum degi Útgefandi: Myndform VOD Barnaefni

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=