Myndir mánaðarins, febrúar 2019 - Leigan
15 Myndir mánaðarins Grace Jones: Bloodlight and Bami – 211 8. febrúar 110 mín Heimildarmynd um tónlistarkonuna Grace Jones Höfundur: Sophie Fiennes Útgefandi: Myndform VOD Heimildarmynd Kraft- og yfirgripsmikil heimildarmynd um lífsstarf Grace Jones sem varð ein af ofurfyrirsætum áttunda og níunda áratugar síðustu aldar og sló um leið í gegn sem tónlistarkona auk þess semhún lék í nokkrumbíómyndum. Grace Jones fæddist á Jamaica í maí 1948 en fluttist 13 ára gömul til New York. Þar leið ekki á löngu uns hún var komin á fyrirsætusamning sem leiddi til enn stærri samninga við tískufyrirtæki eins og Yves St. Laurent og Kenzo. Árið 1977 skrifaði hún síðan undir plötusamning við Island Records og má segja að hún hafi átt sviðið á uppgangsárum Stúdíos 54 í New York sem var nokkurs konar vagga diskótónlistarinnar. Í myndinni er farið yfir feril hennar en um leið kynnumst við persónunni á bak við sviðsútlitið, móðurinni og ömmunni sem hefur ætíð ræktað sambandið við heimaland sitt þrátt fyrir minningar ummjög erfiða barnæsku ... Konan sem þorði að lifa Grace Jones, sem varð sjötug í fyrra, ásamt höfundi myndarinnar, Sophie Fiennes. l Bloodlight and Bami hefur eins og sést hér að ofan fengið góða dóma gagnrýnenda og hlotið nokkur verð- laun, þ. á m. á kvikmyndahátíðinni í Washington í fyrra þar sem hún var valin besta heimildarmyndin. Þess má geta að orðið „bloodlight“ vísar í rauðu aðvörunarljósin sem kvikna í hljóðverum þegar upptökur eru í gangi og orðið„bami“ þýðir„brauð“ á móðurmáli Grace Jones. l Þessmá líka geta að höfundur mynd- arinnar, Sophie Fiennes, er systir þeirra Ralphs og Josephs Fiennes. Punktar .................................................................. HHHHH - CineVue HHHH 1/2 - N.Y. Times HHHH 1/2 - Screen Internat. HHHH - L.A. Times HHHH - Wrap HHHH - Time Out HHHH - Guardian 8. febrúar 111 mín Aðalhlutverk: Nicolas Cage, Dwayne Cameron og Cory Hardrict Leikstjórn: York Shackleton Útgef.: Myndform VOD Spenna/hasar Lögreglumaðurinn Mike Chandler er nýbúinn að missa eiginkonu sína úr krabbameini og er því ekki upp á sitt besta þegar honum og félaga hans, Steve, er falið að taka ungan mann, Kenny, með sér í venjubundna eftirlits- ferð. Áður en varir breytist verkefnið hins vegar í skotbardaga við þung- vopnaða bankaræningja sem hlífa engum sem stendur í vegi þeirra. Þremenningarnir í lögreglubílnum vita vart hvaðan á sig stendur veðrið þegar þeir aka inn á vettvang ránsins og verða þegar fyrir kröftugri kúlnahríð. Með snar- ræði tekst Mike og Steve að komast í skjól en hinn ungi Kevin hleypur út úr bílnum og reynir að fela sig í aftursæti annarrar bifreiðar. Það kemur í veg fyrir að Mike geti hörfað og í gang fer æsileg barátta þar semhann freistar þess að bjarga bæði sér og Kevin áður en það er of seint. Þess má geta til gamans að einn af banka- ræningjunummiskunnarlausu, Luke, er leikinn af syni Nicolas Cage, Weston Cage. Bara einn dagur enn ... Nicolas Cage leikur lögreglumanninn Mike Chandler í 211, en heiti myndar- innar vísar í kallnúmer lögreglunnar í Los Angeles þegar um er að ræða rán.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=