Myndir mánaðarins, febrúar 2019 - Leigan
22 Myndir mánaðarins A Star Is Born Leiðin á toppinn Aðalhlutverk: Bradley Cooper, Lady Gaga, Sam Elliott, Alec Baldwin, Dave Chappelle, Anthony Ramos, Bonnie Somerville, Andrew Dice Clay, Rafi Gavron og Michael Harney Leikstjórn: Bradley Cooper Útgefandi: Síminn og Vodafone 135 mín 19. febrúar l Eins og stjörnugjöfin hér fyrir ofan ber með sér hefur myndin farið vel í gagnrýnendur og er hún þegar þetta er skrifað með 8,8 í meðaleinkunn á Metacritic. Á Imdb.com er hún með 8 í meðal- einkunn frá um 150 þúsund áhorfendum og á Rotten Tomatoes. com er hún með 9 frá gagnrýnendum og 8,1 frá notendum. l Mörg af tónlistaratriðum myndarinnar voru tekin upp á raunveru- legum tónleikum Lady Gaga og geta áhugasamir flett þeim upp á netinu. Þess má og geta að öll lögin sem sungin eru í myndinni eru tekin upp „live“ að kröfu Lady Gaga og að lokaatriði myndarinnar þykir eitt og sér algert meistaraverk sem verður lengi í minnumhaft. Þetta er mynd sem verður jafnvel betri við annað og þriðja áhorf! Tónlistarmaðurinn Jackson Maine má muna sinn fífil fegurri og þótt hann njóti enn hylli gamalla aðdáenda er ferill hans á fallanda fæti, ekki síst vegna óhóflegrar drykkju. Þegar hann hittir hina efnilegu leik- og söngkonuAllymá segja að hann fái nýttmarkmið í lífinu: Að aðstoða Ally við að ná frægð og frama. A Star Is Born er einstaklega góð og áhrifarík saga sem er fyrir löngu orðin sígild enda er þetta í fjórða sinn sem hún er kvikmynduð. Um leið er þetta fyrsta myndin sem Bradley Cooper leikstýrir og fyrsta bíómyndin sem Lady Gaga leikur aðalhlutverkið í. Það er skemmst frá því að segja að myndin hefur heillað áhorfendur um allan heim upp úr skónum, fengið frábæra dóma gagnrýnenda og verið hlaðin verðlaunum og viðurkenningum sem sér ekki fyrir endann á því hún er nú tilnefnd til sex BAFTA-verðlauna og átta Óskars- verðlauna, þ. á m. í báðum tilfellum sem besta mynd ársins og fyrir leik þeirra Bradleys og Lady Gaga í aðalhlutverkum. Fyrir utan söguna sjálfa fá áhorfendur einnig sannkallaða tónlistar- veislu beint í æð og lög sem eru stórkostlega flutt af bæði Lady Gaga og Bradley Cooper og hljómsveitunum sem við sögu koma. Þar á meðal er hið vinsæla lag Shallow sem hlaut Golden Globe- verðlaunin á dögunum sem besta kvikmyndalagið 2018. Shallow er nú einnig tilnefnt til Óskarsverðlauna og þykir afar líklegt til að landa þeim á hátíðinni sem fer fram sunnudaginn 24. febrúar. Bradley Cooper og Lady Gaga fara með aðalhlutverkin í myndinni, hlutverk Jacksons og Allyar, og þykja bæði sýna algeran snilldarleik. A Star Is Born Drama / Tónlist Punktar .................................................... Stefani Joanne Angelina Germanotta. Veistu svarið? Þótt Lady Gaga leiki hér í fyrsta sinn aðalhlutverk í bíómynd er hún að sjálfsögðu alvön því að vera fyrir framan myndavélarnar enda hefur hún verið ein vinsælasta tónlistarkona heims um árabil. En hvert er hið raunverulega skírnarnafn hennar? HHHHH - Empire HHHHH - Variety HHHHH - Globe &Mail HHHHH - Guardian HHHHH - Telegraph HHHHH - IGN HHHH 1/2 - Time HHHH 1/2 - Wrap HHHH 1/2 - Vanity Fair HHHH 1/2 - R.Ebert.com HHHH 1/2 - Los Angeles Times HHHH - E.W. HHHH - Total Film HHHH - Hollyw. Reporter HHHH - Playlist HHHH - Time Out HHHH - N. Y. Magazine VOD
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=