Myndir mánaðarins, febrúar 2019 - Leigan

32 Myndir mánaðarins Hefurðu séð þessar? Þau Rachel og Nick hafa verið saman í rúmlega ár og eru ástfangnari en nokkurn tíma fyrr. Nick ákveður því að tími sé til kominn að bjóða Rachel til Singapúr að hitta fjölskyldu sína, en sú fjölskylda á sannarlega eftir að koma henni á óvart. Frábær mynd og ein albesta rómantíska mynd ársins 2018. Óþekkti hermaðurinn er gríðarlega vel gerð og áhrifamikil mynd sem sækir efniviðinn í eina helstu og þekktustu perlu finnskra bókmennta, stórvirkið Tuntematon sotilas eftir Väinö Linna, sem kom út árið 1954 og var byggð á hans eigin reynslu af Framhaldsstríðinu sem Finnar og Rússar háðu 1941–1944. Stephanie er vídeóbloggari í smábæ í Connecticut sem fjallar í bloggi sínu um ýmislegt sem viðkemur mömmum, uppeldi og heimilishaldi. Þegar einn af íbúum bæjarins, hin fagra en dularfulla Emily sem Stephanie hafði kynnst nokkrum vikum fyrr, hverfur sporlaust, ákveður hún að rannsaka málið sjálf. Það þarf ekki að hvetja neinn aðdáanda Mission Impossible -myndanna að sjá þessa sjöttu mynd seríunnar sem er að flestra dómi sú allra besta hingað til og alveg örugglega besta hasarmynd ársins 2018. Ekkert var til sparað við gerð myndarinnar og Tom sjálfur sýnir sannar- lega úr hverju hann er gerður Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson segir frá kórstjóranum Höllu (Halldóra Geirharðsdóttir) sem ákveður að lýsa yfir sínu eigin einkastríði gegn mengandi stóriðju í landinu. Hún gerist skemmdar- verkamaður en þegar ung munaðarlaus stúlka frá Úkraínu stígur inn í líf hennar þarf hún að endurmeta stöðu sína. Vísindamönnum og áhöfn neðansjávar- rannsóknarstöðvarinnar Mana One bregður í brún þegar forsögulegur risa- hákarl birtist skyndilega úr undirdjúp- unum og laskar stöðina það mikið að þeim er bráður bani búinn komist þau ekki fljótlega upp á yfirborðið. En leiðin upp er líka leiðin beint í dauðann. Kvikmyndin Undir halastjörnu sækir inn- blásturinn í líkfundarmálið svokallaða sem vakti gríðarlega athygli árið 2004, en það hófst þegar kafari sem var að kanna skemmdir á bryggjumannvirkjum á Neskaupstað fann sundurskorið lík af karlmanni í höfninni og ein umfangs- mesta lögreglurannsókn ársins hófst. Drakúla er mættur aftur ásamt dóttur sinni, eiginmanni hennar og bestu vinum þeirra og halda þau nú suður á bóginn þar sem fjörug skemmtisigling bíður þeirra. Hugmyndin er að slaka nú almennilega á í tunglskinsblíðunni og til að byrja með virðist það ætla að takast. En svo kemur furðulegt babb í bátinn. Colette er vönduð og vel leikin mynd semgeristá fyrrihlutaævi frönskuskáld- konunnar Sidonie-Gabrielle Colette sem skrifaði Claudine-bækurnar upp úr alda- mótunum 1900 og gaf þær út undir nafni eiginmanns síns. Þegar hún ákvað síðanaðopinberasannleikann fór ígang atburðarás sem skók franska samfélagið. Sönn saga hnefaleikamannsins Billys Moore sem flutti til Tælands þar sem eiturlyfjafíkn hans og afbrotahneigð leiddi til þess að hann var handtekinn og dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar á stað sem lýst hefur verið sem helvíti á Jörðu. Enski leikarinn Joe Cole er algjör- lega frábær í aðalhlutverkinu. Spennu- og hasarmyndin Peppermint segir frá Riley North sem upplifir veröld sína hrynja til grunna þegar eiginmaður hennar og ung dóttir þeirra eru myrt af byssumönnum voldugs glæpakóngs. Þegar morðingjarnir eru látnir lausir af gerspilltum dómara ákveður Riley að útdeila þeim sínu eigin réttlæti. Þeir sem kunna að meta harðkjarna bardaga- og hasarmyndir ættu að kunna að meta Mile 22 eftir Peter Berg ( Patriots Day , Deepwater Horizon , Lone Survivor , Battleship , Hancock ) með MarkWahlberg í aðalhlutverki en hér er um að ræða eina hröðustu hasarreið ársins 2018, þar sem hvergi er slakað á frá byrjun til enda. ItComesatNight gerist í ónefndri framtíð þegar dularfull veiki hefur lagt þorra fólks af velli og enginn er eftir sem getur fundið lækningu við henni. Myndin hefur hlotið frábæra dóma gagnrýnenda en er alls ekki fyrir hjartveika eða við- kvæmt fólk sem á erfitt með að upplifa mikla og stanslausa kvikmyndaspennu. The Nun er nýjasta myndin frá hroll- vekjumeistaranum James Wan, en hún segir frá ungri nunnu, Irene, semer ásamt prestinum Burke send til Rúmeníu að rannsaka dularfullt sjálfsmorð nunnu í hinu sögufræga Cârța-nunnuklaustri í Transylvaníu. Fljótlega uppgötva þau að hér er sannarlega ekki allt með felldu. Þegar ungur einhverfur drengur sem hefur einstaka hæfileika á tungumála- sviði opnar fyrir slysni leið fyrir hinar grimmu og blóðþyrstu geimverur sem við þekkjum sem „Rándýrin“ til að snúa aftur til jarðar hefst barátta upp á líf eða dauða því Rándýrin ætla sér í þetta sinn að gera endanlega út af við mannkynið. Teddy Walker er sölumaður af guðs náð en á við þann vanda að stríða að hann hætti í framhaldsskóla á sínum tíma og tók aldrei lokaprófið. Af þeim sökum getur hann ekki fengið starf þar sem launin eru nógu mikil til að hann geti stofnaðfjölskyldumeðsinniheittelskuðu Lisu. Og hvað gera menn þá? Þrælgóð spennumynd um David Kim sem vaknar einnmorguninn og sér að 16 ára dóttir hans Margot hefur þrisvar reynt að hringja í hann umnóttina. Þegar hún skilar sér svo ekki heim um kvöldið og svarar ekki símanum kallar hann á lögregluna og hefst síðan sjálfur handa við að rannsaka hvað um hana varð. Bíómyndin Pétur kanína er byggð á sögum enska barnabókarithöfundarins Beatrix Potter um Pétur og fjölskyldu hans sem á í stöðugum útistöðum við landeigandann, herra McGregor, en honum er alveg meinilla við öll dýr, ekki sístsprellfjörugarkanínursemviljaháma í sig uppskeruna hans. TheDarkestMinds er byggð á samnefndri metsölubók rithöfundarins Alexöndru Bracken og gerist einhvern tíma í fram- tíðinnieftiraðdularfullursjúkdómursem lagðist eingöngu á börn þurrkaði út 98% mannkyns undir átján ára aldri. Þeir sem eftir lifa þurfa að leysa ráðgátuna áður en það verður of seint. Gamanmynd Spenna/hasar Ráðgáta Spenna/hasar Hrollvekja Hasar Spennumynd Gamanmynd Teiknimynd Sannsögulegt Spennumynd Spenna/sakamál Tryllir Sannsögulegt Vísindaskáldsaga Hasarmynd Sannsögulegt Fjölskyldumynd Spennumynd Night School A Simple Favor The Predator The Meg Searching Kona fer í stríð Hótel Transylvanía 3: Sumarfríið Óþekkti hermaðurinn The Nun Mission: Impossible - Fallout It Comes at Night Pétur Kanína Colette A Prayer Before Dawn Peppermint Mile 22 The Darkest Minds Crazy Rich Asians Það eru liðin nákvæmlega tíu ár síðan bíómyndin Mamma Mia! kom út við miklar vinsældir um allan heim enda einstaklega skemmtileg mynd í alla staði, fjörug, fyndin og byggð á textum nokkurra vinsælustu laga hljómsveit- arinnar ABBA. Þessi nýja mynd er ekki síðri enda ein vinsælasta mynd ársins. Hin ótrúlega Parr-ofurfjölskylda mætir hér til leiks á ný, rúmum þrettán árum eftir að fyrri myndin um hana kom út, en hún er af mörgum talin ein besta Pixar- myndin til þessa. Þessi nýja mynd, sem er beint framhald þeirrar fyrri og gefur henni ekkert eftir í gríni og glensi, er ein vinsælasta mynd ársins 2018 í bíó. Teiknimynd Gaman/tónlist Mamma Mia! HereWe Go ... Incredibles 2 Undir halastjörnu Komnar út og fáanlegar á sjónvarpsleigunum

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=