Myndir mánaðarins, febrúar 2019 - Leigan

8 Myndir mánaðarins Mér hefur alltaf fundist skemmti- legast að leika „vonda kallinn“ þannig að það er ekki bara til- viljun að ég hef leikið hann svo oft á mínum ferli. Ég bað um það. - Ian McShane. Fólk heldur oft að vegna þess að mér hefur tekist að fá það til að hlæja í bíómyndum og í sjónvarpi þá muni ég gera það líka þegar það hittir mig í eigin persónu. Þetta er mikill misskilningur. Ég er sennilega einn ófyndnasti maður sem þú getur hitt. - Rowan Atkinson . Ég lít ekki á skilnað sem endi, heldur byrjun. - Olga Kurylenko, sem er tvígift og tvískilin . Todd Phillips er auðvitað uppá- haldsleikstjórinn minn enda réð hannmig í fyrstu Hangover -mynd- ina. Annars væri ég ekki leikari. - Ken Jeong . Ég sé mest eftir að hafa ekki uppgötvað það fyrr hvað mér finnst gaman að vera móðir. Ef ég hefði áttað mig á því fyrr hefði ég ekki gift mig þrisvar. - Whoopi Goldberg, sem á eina dóttur, Alex Martin (f. 1973), frá sínu fyrsta hjónabandi. Þetta eru upphaflega varnarvið- brögð úr æsku minni til að reyna að halda kvölurum mínum frá mér. Síðar tók ég þetta með mér í sviðsframkomuna, en alltaf á jákvæðan hátt. Það vogar enginn sér að rífa kjaft við mig. - Grace Jones, spurð umaggressíva framkomu sína á sviði. Ég er löngu hættur að taka gagn- rýni inn á mig, hvort sem hún er neikvæð eða jákvæð. Sumt geng- ur einfaldlega upp á meðan ann- að gengur einfaldlega ekki upp. - Nicolas Cage. Pride and Prejudice . Ég sá hana 4 þúsund sinnum. Ég er ekki aðgrín- ast. Ég kann handritið utanað. - Claire Foy, spurð um hver væri uppáhaldsmyndin hennar . Ég elskaði Hunger Games - og Mortal Instruments -sögurnar en uppáhaldsbókin mín er A Tree Grows in Brooklyn eftir Betty Smith. Það er dásamleg saga. - Amandla Stenberg. Fólk talar um að innflytjendur komi vegna þess að þeir séu að flýja styrjaldir eða ofsóknir og svo er talað um efnahagsflóttafólk. Flestir gleymaþví aðaðalástæðan fyrir því að fólk flytur til annarra landa er til að börnin þeirra geti átt betra líf en þau hafa átt sjálf. Þannig var það í mínu tilfelli. - Omar Sy, en foreldrar hans eru frá Máritaníu og Senegal. Ísland er einn af nokkrum stöðum í heiminum sem láta mann finnast maður vera á annarri plánetu vegna þess að landslagið þar er svo einstakt. Stundum fær maður á tilfinninguna að maður sé á tunglinu. Stærðarhlutföllin eru líka einhvern veginn öðruvísi, fjöllin tilkomumeiri og himinninn tvöfaldur að stærð. Og vötnin eru með lit sem ég hef hvergi séð annars staðar. Svo eru góðar líkur á að maður rekist á fimm manns sama daginn sem heita í höfuðið á Þór. Að vera að leika í mynd á landinu þar sem hann var í hávegum hafður og á meðal þjóðar sem skrifaði og varðveitti sögurnar var einstök tilfinning. - Tom Hiddleston, um reynslu sína af Íslandi þegar hann var hér að leika í Thor: The Dark World . Ég held að ég hefði getað orðið áhugaverðari leikari ef ég hefði verið formlegri en ég var og undirbúið mig betur undir hlut- verkin. Ef ég sé eitthvað sem ég lék í fyrir 10 árum eða meira þá langar mig stundum til að geta farið til baka og gert það betur. - Sam Elliott , um það hvort hann sjái eftir einhverju varðandi ferilinn . Mig langaði alltaf að leikstýra. Ég var búinn að lofa mér því að láta þann draum rætast um fertugt. - Bradley Cooper, sem varð 44 ára 5. janúar. Þetta er svona hænu-og-egg leikur. Til að fá einhvern til að fjármagna þá þarftu að vera kominn með þekkta leikara en til að fá þekkta leikara þá verður þú að vera kominn með fjármagn. - Richard E. Grant, um framleiðslu kvikmynda í Hollywood. Ég fékk hlutverk í grískum harm- leik strax eftir útskrift. Síðan hef ég aldrei verið verkefnalaus. Ég þekki því ekki þetta ströggl sem margir leikarar upplifa. - Hayley Atwell .

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=