Myndir mánaðarins, mars 2019 - Bíó

18 Myndir mánaðarins Jón hnappur og Lúkas eimreiðarstjóri Ævintýri ævi þinnar Íslensk talsetning: Steinn Ármann Magnússon, Gunnar Hrafn Kristjánsson, Vigdís Gunnarsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Lára Björk Hall, Björgvin Franz Gíslason, Jóhann Sigurðsson, Rósa Guðný Þórsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson, Þórhallur Sigurðsson og Þórunn Jenný Qingsu Guðmundsdóttir Leikstjórn talsetningar: Rósa Guðný Þórsdóttir Bíó: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Keflavík og Akureyri, Selfossbíó, Ísafjarðarbíó, Eyjabíó, Bíóhöllin Akranesi, Króksbíó og Skjaldborgarbíó 109 mín Frumsýnd 15. mars Þegar konungurinn í Morgunlandi ákveður að Morgunland sé ekki lengur nógu stórt fyrir eimreiðina Emmu ákveður Lúkas stjórnandi hennar að leggja land undir fót og ferðast til fjarlægra staða ásamt hinummunaðarlausa Jóa hnappi. Áður en varir hafa þeir félagar tekið að sér nýtt og spennandi verk- efni, að bjarga prinsessu sem haldið er fanginni í Drekaborg. Jón hnappur og Lúkas eimreiðarstjóri er gerð eftir einni vinsælustu barna- og unglingabók þýska rithöfundarins Michaels Ende, en hann er líka þekktur fyrir sögurnar Mómó og Söguna endalausu sem báðar hafa komið út í íslenskri þýðingu. Hér er á ferðinni mikilfenglegt ævintýri þar sem þeir Lúkas og Jón hitta alls konar fólk og furðuverur á ferðum sínum, ekki síst eftir að þeir koma til hins fjarlæga lands Mandala og komast að því að dóttur keisarans þar, henni Lí Sí prinsessu, hefur verið rænt og hún flutt til fangavistar í Drekaborg. Fyrir ráninu stendur hinn óttalegi Grimmbert og um leið og Lúkas og Jón reyna að leysamálið og frelsa Lí Sí færast þeir nær lausninni á því hvaðan Jón hnappur er í raun og veru því hann var sem kornabarn sendur í nafnlausum bögglapósti til Morgunlands. Finnur hann kannski loksins foreldra sína? Jón hnappur og Lúkas eimreiðarstjóri Ævintýri / Fjölskyldumynd Eimreiðinni Emmu eru allir vegir færir og hún getur verið bátur líka. l Myndin er talsett á íslensku og verður eingöngu sýnd þannig en helstu leikendur eru þau Henning Baum, Solomon Gordon, Ann- ette Frier, Milan Peschel, Uwe Ochsenknecht og Christoph Maria Herbst og leikstjóri er Dennis Gansel. l Jón hnappur og Lúkas eimreiðarstjóri er ein dýrasta mynd Þjóð- verja til þessa en hún kostaði um 25 miljónir evra í framleiðslu og þykja sviðsetningar hennar og tæknibrellur óaðfinnanlegar. Þetta er alveg einstaklega skemmtilegt ævintýri sem allir hafa gaman af. Titilpersónur þessa mikla ævintýris eru þeir Lúkas eimreiðarstjóri og Jón hnappur sem þeir Henning Baum og Solomon Gordon leika. Punktar ....................................................

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=