Myndir mánaðarins, mars 2019 - Bíó

6 Myndir mánaðarins Óskarsverðlaunin - Myndasyrpa Kvikmyndin Green Book hlaut þrenn Óskarsverðlaun því fyrir utan Óskarinn sem Mahershala Ali hlaut fyrir leik sinn í henni hlaut hún einnig verðlaunin sem besta mynd ársins og fyrir besta frumsamda handritið. Þessir herrar, þeir Brian Hayes Currie, Peter Farrelly og Nick Vallelonga, hlutu því tvo Óskara hver, bæði sem framleiðendur myndarinnar og sem handritshöfundar hennar, en Peter Farrelly var jafnframt leikstjóri myndarinnar. Alfonso Cuarón gat hins vegar farið heim með þrjár Óskars- verðlaunastyttur því hann var allt í senn, leikstjóri, kvikmynda- tökumaður og framleiðandi myndarinnar Roma sem hlaut verðlaunin sem besta erlenda myndin, fyrir leikstjórn og fyrir kvikmyndatöku. Fyrir átti Alfonso fjórar styttur sem hann hlaut sem leikstjóri, handritshöfundur, klippari og framleiðandi myndar- innar Gravity árið 2014. Leikararnir fjórir sem hlutu Óskarsverðlaunin að þessu sinni sam- fagna hér árangri sínumbaksviðs eftir afhendinguna. Þetta eru þau Rami Malek sem fékk styttuna góðu fyrir besta leik í aðalhlutverki karla ( Bohemian Rhapsody ), Olivia Coleman fyrir besta leik í aðal- hlutverki kvenna ( The Favourite ) og þau Regina King ( If Beale Street Could Talk ) og Mahershala Ali ( Green Book ) sem hlutu verðlaunin fyrir besta leik í aukahlutverkum kvenna og karla. Þrjú þau fyrst- nefndu fengu þarna sinn fyrsta Óskar enMahershala Ali var að taka á móti sínum öðrum Óskarsverðlaunum eftir að hafa einnig hlotið þau á Óskarshátíðinni 2017 fyrir leik sinn í myndinni Moonlight . Þau Brie Larson og Samuel L. Jack- son, sem kvikmyndaáhugafólk mun geta séð leika saman í CaptainMarvel núna í marsmánuði, urðu ofsaglöð þegar þau tilkynntu að myndin BlacKkKlansman hlyti Óskarinn að þessu sinni fyrir besta handritið, byggt væri á áður útgefnu efni. Leikstjórinn Spike Lee, sem einnig er einn af handritshöfundunum, varð ekki síður glaður með heiðurinn og svo að segja flaðraði upp um Samuel vin sinn með tilþrifum eins og sjá má á myndinni hér til hægri. Óskarsverðlaunin voru nokkuð óvenjuleg vegna þess að það var enginn sérstakur„gestgjafi“ að þessu sinni eins og verið hefur und- anfarna áratugi. Það komþví mörgum á óvart þegar grínistarnir og vinkonurnar Maya Rudolph, Tina Fey og Amy Poehler stigu á svið í upphafi hátíðarinnar eins og þær hefðu tekið gestgjafahlutverkið að sér. Þetta reyndist samt bara létt grín, að sögn þeirra til að hægt væri að taka af þeim myndir svo fólk myndi halda seinna að þær hefðu verið gestgjafar hátíðarinnar. Snjöll byrjun á veislunni. En þótt enginn væri gestgjafi var boðið upp á fjölbreytt sprell eins og t.d. þegar þau Melissa McCarthy og Brian Tyree Henry stigu á svið í fullum skrúða sem fenginn var úr myndinni The Favourite og tilkynntu hver hlyti Óskarinn fyrir búningahönnun að þessu sinni. Hann féll svo í skaut Ruth E. Carter, búningahönnuðar Black Panther , sem um leið varð fyrsta svarta konan til að hljóta Óskarsverðlaunin fyrir búningahönnun, en hún hafði tvisvar áður verið tilnefnd.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=