Myndir mánaðarins, mars 2019 - Bíó

8 Myndir mánaðarins Óskarsverðlaunin - Myndasyrpa Eins og hefð er fyrir á Óskarsverðlaunahátíðinni voru öll þau lög semtilnefndvorusembesta lagársinsflutt á sviðinuogþar létuþau Lady Gaga og Bradley Cooper ekki sitt eftir liggja. Þau fluttu saman lagið Shallow úr myndinni A Star is Born af mikilli innlifun en lagið hefur verið á meðal þeirra vinsælustu í heimi allt frá því að myndin var frumsýnd. Svo fór einnig, eins og allir töldu nánast fyrirfram að myndi gerast, að Shallow hlaut Óskarinn og þar með Lady Gaga og meðhöfundar hennar, þeir Mark Ronson, Anthony Rossomando og Andrew Wyatt. Lady Gaga átti erfitt með að hemja gleði sína yfir heiðrinum eins og sést hér á myndinni til vinstri og hefur þessi Óskar eflaust verið sárabót líka því A Star is Born var tilnefnd til sjö annarra Óskarsverðlauna, þ. á m. fyrir leik þeirra Lady Gaga og Bradleys í aðalhlutverkum og sem besta mynd ársins, en missti af þeim öllum. Gengur betur næst! Það þótti sérlega vel til fundið af bandarísku kvikmyndaaka- demíunni að fá þá Mike Myers og Dana Carvey til að kynna myndina Bohemian Rhapsody á hátíðinni sem eina af þeim átta myndum sem tilnefndar voru sem besta myndin að þessu sinni. Þeir Mike og Dana sköpuðu nefnilega eitt af frægustu atriðum kvikmyndasögunnar þegar þeir ásamt þremur félögum sínum í myndinni Wayne’s World sungu samnefnt lag í bílnum sínum með miklum tilþrifum. Atriðið, eða hluti þess, var sýnt á undan kynningunni sjálfri en það átti mikinn þátt í að Wayne’s World yrði jafn vinsæl og hún svo varð. Vakti þetta mikla lukku áhorfenda. Þetta eru þau Jay Hart og Hannah Beachler sem fögnuðu mjög verðlaununumsemþau hlutu fyrir sviðsetningumyndarinnar Black Panther , enhúnvar tilnefnd til sjöÓskarsverðlauna, þar ámeðal sem besta mynd ársins og varð um leið fyrsta Marvel-ofurhetjumyndin til að ná þeim árangri. Rétt eins og í tilfelli búningahönnunar þar sem Ruth E. Carter varð fyrsta svarta konan til að hljóta Óskarinn fyrir það varð Hannah Beachler fyrsta svarta konan til að hljóta Óskar fyrir sviðsetningu og reyndar er það umtalað að aldrei hafi jafnmargt fólk af afrískum uppruna verið tilnefnt og því síður hlotið jafnmarga Óskara á einu kvöld og í þetta sinn. Hér til vinstri má svo sjá hinn sænska Ludwig Göransson sem hampaði þriðja Óskarnum sem féll í skaut Black Panther en hann samdi tónlistina í henni. Ludwig hefur áreiðanlega verið vel fagnað af löndum sínum en á meðal annarra mynda sem hann hefur samið tónlistina fyrir má nefna Creed -myndirnar báðar og núna síðast myndina Venom . Myndin Vice eftir leikstjórann og handritshöfundinn Adam McKay var tilnefnd til átta Óskarsverðlauna en hlaut aðeins ein, fyrir bestu förðun þeirra Kate Biscoe, Gregs Cannom og Patriciu Dehaney sem fagna hér á þessari mynd. Hinar sjö tilnefningarnar voru fyrir leikstjórn, besta handrit, besta leik í aðalhlutverki karla, besta leik í aukahlutverkum karla og kvenna, bestu klippingu og sem besta mynd ársins og þótti fyrirfram líklegt að a.m.k. Christain Balemyndi hljóta verðlaunin fyrir sína parta. En nei, svo fór ekki og Christian verður því að gera aðra tilraun til að hljóta sinn annan Óskar, en þann fyrsta fékk hann árið 2011 fyrir leikinn í myndinni The Fighter .

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=