MM Mars 2019 DVD WEB

30 Myndir mánaðarins Hefurðu séð þessar? Overlord hefst á D-deginum svokallaða, 6. júní 1944, þegar Bandamenn gerðu innrás í Normandy. Dagskipun sveitar fallhlífarhermanna um að gera einn af fjarskiptaturnum Þjóðverja óvirkan fer fyrir lítið þegar flugvél þeirra er sprengd í tætlur. Flestir hermannanna farast en þeirra sem lifa af bíður enn erfiðari raun. Lögreglumaðurinn Mike er nýbúinn að missa eiginkonu sína og því ekki upp á sitt besta þegar honum og félaga hans er falið að taka ungan mann með sér í eftirlitsferð. Áður en varir breytist verk- efnið hins vegar í skotbardaga við þung- vopnaða bankaræningja sem hlífa eng- um sem stendur í vegi þeirra. Þegar skólafélagarnir Sonny og Sam fá það verkefni að hreinsa drasl út úr yfirgefnu húsi finna þeir gamla kistu sem inniheldur eina af hinum mögnuðu bókum eftir R.L. Stines, en þær má ekki opna því þá sleppa skelfilegar persónur þeirra út í raunheima. En Sonny og Sam vita ekkert um það og opna bókina! Óþekkti hermaðurinn er gríðarlega vel gerð og áhrifamikil mynd sem sækir efniviðinn í eina helstu og þekktustu perlu finnskra bókmennta, stórvirkið Tuntematon sotilas eftir Väinö Linna, sem kom út árið 1954 og var byggt á hans eigin reynslu af Framhaldsstríðinu sem Finnar og Rússar háðu 1941–1944. Tónlistarmaðurinn Jackson Maine má muna sinn fífil fegurri og þótt hann njóti enn hylli gamalla aðdáenda er ferill hans á fallanda fæti, ekki síst vegna óhóflegrar drykkju. Þegar hann hittir hina efnilegu söngkonu Ally má segja að hann fái nýtt markmið í lífinu: Að aðstoða Ally við að ná frægð og frama. Hin ótrúlega Parr-ofurfjölskylda mætir hér til leiks á ný, rúmum þrettán árum eftir að fyrri myndin um hana kom út, en hún er af mörgum talin ein besta Pixar- myndin til þessa. Þessi nýja mynd, sem er beint framhald þeirrar fyrri og gefur henni ekkert eftir í gríni og glensi, varð ein vinsælasta mynd ársins 2018 í bíó. Rómantísk gamanmynd um mennta- skólanemann Stillman sem verður fyrir miklum vonbrigðum þegar kærasta hans segir honum upp. Staðráðinn í að vinna hana til baka ákveður Stillman að smíða sér tímavél til að fara til baka, komast að því hvað fór úrskeiðis í sambandinu og laga það. Það er bara eitt vandamál! Nokkrir afbrotamenn sem komnir eru af léttasta skeiði ákveða ásamt ungum félaga sínum að brjótast inn í ramm- gerða öryggisgeymslu í Hatton Garden í London. Ránið heppnast fullkomlega en deilur á milli þjófanna um skiptingu fengsins eiga eftir að setja strik í reikn- inginn. Byggt á sönnum atburðum. Mögnuð saga verðlaunablaðakonunnar Marie Colvin sem frá árinu 1985 starfaði fyrir The Sunday Times, lengst af við öflun frétta frá stríðshrjáðum héruðum og löndum. Myndin var tilnefnd til tvennra Golden Globe-verðlauna, fyrir leik Rosamund Pike og fyrir titillagið sem Annie Lennox samdi og flytur. The Nun er nýjasta myndin frá hroll- vekjumeistaranum James Wan, en hún segir frá hinni ungu Irene sem er ásamt prestinum Burke send til Rúmeníu að rannsaka dularfullt sjálfsmorð nunnu í hinu sögufræga Cârța-nunnuklaustri í Transylvaníu. Fljótlega uppgötva þau að þar er sannarlega ekki allt með felldu. Rithöfundurinn Lee Israel má muna sinn fífil fegurri enda vill enginn lengur gefa út bækur hennar. Langt á eftir með leiguna og enga peninga á leiðinni dettur hún fyrir tilviljun niður á snjalla lausn – sem því miður er líka glæpur. Frábær mynd þar sem Melissa McCarthy og Richard E. Grant fara á kostum. Starr Carter er ung menntaskólastúlka sem kvöld eitt verður vitni að því þegar æskuvinur hennar og skólafélagi er skotinntilbanaaf lögreglumanniánþess að hafa nokkuð til saka unnið. Um leið gjörbreytist líf hennar að eilífu. Verulega góð mynd sem hefur fengið toppdóma og unnið til fjölda verðlauna. Sannsöguleg mynd um Richard Wershe og son hans, Richard „Rick“ yngri, sem aðeins 14 ára að aldri var farinn að vinna fyrir FBI og varð um leið yngsti upp- ljóstrari sem bandaríska alríkislögreglan hefur haft á sínum snærum. Mjög góð mynd með toppleikurum um eitt ótrú- legasta mál bandarískrar réttarsögu. Tumi litli er fátækur bóndasonur semdag einn fær það verkefni í hendur að bjarga konungsríkinu frá því að lenda í höndum illrar nornar.Til að geta gert það fær hann ómetanlega aðstoð frá hugrakkri prins- essu, risa, dularfullum þjófi og ekki síst galdraspegli sem gerir Tuma kleift að sjá inn í framtíðina. Einnig fáanleg á DVD. Sjö gerólíkir einstaklingar, sem allir hafa einhverju að leyna, hittast á El Royale- hótelinu við Tahoe-vatn þar sem skuggaleg fortíðin svífur yfir vötnum. Á einum sólarhring fær allt þetta fólk tækifæri til að gera yfirbót – áður en allt fer til helvítis. Þrælgóð sakamála- og fléttumynd sem kemur verulega á óvart! Teiknimyndin Smáfótur er byggð á myndasögunni Yeti Tracks eftir Sergio Pablos, þeim sama og skapaði sögurnar um hinn önuga en stórsnjalla Gru og litlu gulu skósveinana. Hér segir frá snjó- manninum Mígó sem heldur frá heim- kynnum sínum til byggða til að skoða hina skrítnu dýrategund, manninn! Það eru liðin rúm tíu ár síðan bíómyndin MammaMia! kom út við miklar vinsældir um allan heim enda sérlega skemmtileg mynd í alla staði, fjörug og fyndin og byggð á textum nokkurra vinsælustu laga hljómsveitarinnar ABBA. Þessi nýja mynd er ekki síðri enda ein vinsælasta mynd síðasta árs í kvikmyndahúsum. Sögurnar um Bangsímon og vini hans í Hundraðekruskógi, og þá ekki síst vin- skap hans og Christophers Robin, eru fyrir löngu orðnar sígildar. Í þessari mynd sjáum við hvað gerist þegar þeir Christopher og Bangsímon hittast á ný eftir að hafa ekki sést í meira en tvo áratugi. Hefur eitthvað breyst? Toppmynd um Robert Laing sem flytur í háhýsi þar sem séð er fyrir öllum þörfum íbúanna, þ. á m. með verslunum, heilsu- gæslu, banka og skóla – semgerir það að verkum að íbúarnir þurfa ekki að fara út úr húsi framar. Í fyrstu lítur þetta vel út en eftir því sem á líður fara margir gallar við einangrunina að koma í ljós. Teiknimynd Spenna/ráðgáta Grín/ævintýri Teiknimynd Teiknimynd Drama/tónlist Gamanmynd/tónlist Tryllir Sannsögulegt Spenna/hasar Sannsögulegt Rómantísk gamanmynd Sannsögulegt Tryllir/hrollvekja Vísindaskáldsaga Drama Sannsögulegt Fjölskyldumynd Sannsögulegt Smáfótur Goosebumps 2: Haunted ... Bad Times at the El Royale Incredibles 2 Mamma Mia! HereWe Go ... A Star Is Born King of Thieves 211 Tumi litli og galdraspegillinn Óþekkti hermaðurinn White Boy Rick Christopher Robin A PrivateWar The Nun Can You Ever Forgive Me? The Hate You Give High-Rise Overlord The Girl in the Spider’s Web er gerð eftir fjórðu bókinni um þau Lisbeth Salander og Mikael Blomkvist og segir frá því þegar þau hittast á ný eftir áralangan aðskilnað og takast á við flókið glæpamál og ráðgátu þar sem miskunnarlausir morðingjar, tölvuhakkarar og spilltir út- sendarar yfirvalda koma við sögu. Lof mér að falla eftir leikstjórann Baldvin Z, sem skrifaði einnig handritið ásamt Birgi Erni Steinarssyni, hefur hlotið einróma lof allra sem séð hafa enda afar vel gerð og leikin í alla staði og svo áhrifarík að bæði sagan og persónur hennar lifa með áhorfendum löngu eftir að myndinni lýkur. Sannsögulegt Spenna/hasar The Girl in the Spider’sWeb Lof mér að falla Time Freak Komnar út og fáanlegar á sjónvarpsleigunum

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=