Myndir mánaðarins, apríl 2019 - Bíó
28 Myndir mánaðarins The Curse of La Llorona Ekki opna út Aðalhlutverk: Linda Cardellini, Raymond Cruz, Marisol Ramirez, Patricia Velasquez, Sean Patrick Thomas, Tony Amendola, Roman Christou og Jaynee-Lynne Kinchen Leikstjórn: Michael Chaves Bíó: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Keflavík og Akureyri, Bíóhúsið Selfossi, Ísafjarðarbíó, Eyjabíó, Bíóhöllin Akranesi, Skjaldborgarbíó og Króksbíó 93 mín Frumsýnd 17. apríl l Sagan í myndinni sækir innblásturinn í latneska þjóðsögu um Mariu sem ærðist þegar hún komst að því að eiginmaður hennar hefði ákveðið að fara frá henni og drekkti tveimur sonum þeirra í nærliggjandi á. Maria sá þegar eftir verknaði sínum og hóf árang- urslausa leit að drengjunum semendaði með því að hún drukknaði sjálf. Henni var hins vegar meinuð innganga í himnaríki þar til hún hefði fundið drengina og síðan hefur hún leitað þeirra grátandi á milli lífs og dauða. Í þeirri leit á hún það svo til að nema börn ann- arra á brott og drekkja þeim. Þessi draugasaga var, og er kannski enn, notuð til að hræða börn frá því að vera of lengi úti á kvöldin. Anna Garcia er félagsráðgjafi, ekkja og tveggja barna móðir sem lætur taka tvo syni úr umsjá móður sinnar á grunni rök- studds gruns um að hún hafi beitt þá harðræði. Anna lætur vista synina hjá fósturfjölskyldu og kemst ekki að því fyrr en of seint að þar með gerði hún skelfilegustu mistök ævi sinnar. The Curse of La Llorona er nýjasta hrollvekjan úr smiðju James Wan og um leið sjötta myndin í Conjuring -seríunni, eða kannski öllu heldur fjórða hliðar-og upprunasagan í þeirri seríu á eftir Annabelle -myndunum tveimur og The Nun . Myndin gerist í Los Angeles árið 1973, skömmu eftir atburðina í Annabelle , og segir frá félagsráðgjafanum Önnu Garcia sem ásamt börnum sínum lendir í vægast sagt hrollvekjandi baráttu við skelfilega vofu sem ásælist börnin í þeim tilgangi að drekkja þeim. Anna bregður á það ráð að fá til liðs við sig særingamanninn reynda, Rafael Olvera (Raymond Cruz), en jafnvel hann á fá svör við ofurmætti hinnar illu vofu ... The Curse of La Llorona Tryllir / Hrollvekja Punktar .................................................... Green Book. Veistu svarið? Sú sem leikur Önnu Garcia, Linda Cardellini, birtist síðast á hvíta tjaldinu í gjörólíkri Óskarsverðlauna- mynd þar sem hún lék eiginkonu annarrar aðal- persónunnar, Tonys„Lip“ Vallelonga. Í hvaðamynd? Linda Cardellini leikur félagsráðgjafann og ekkjuna Önnu Garcia og börn hennar tvö, Chris og Samönthu sem hin grátandi vofa ásælist, leika þau Roman Christou og Taynee-Lynne Kinchen. Presturinn Perez, sem kom talsvert við sögu í myndinni Annabelle , mætir hér á svæðið á ný í túlkun sama leikarans, Tonys Amendola. Patricia Velasquez leikur nöfnu sína Patriciu Alvarez en það er einmitt dauði sona hennar sem kallar ógæfuna yfir Önnu og hennar börn.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=