Myndir mánaðarins, maí 2019 - Bíó

12 Myndir mánaðarins Ást við fyrstu sýn Bandaríski rithöfundurinn Nicola Yoon sló í gegn með sinni fyrstu bók, Everything, Everything , árið 2015 og það leið ekki á löngu uns búið var að kvikmynda hana með þeim Amöndlu Stenberg og Nick Robinson í aðalhlutverkum eins og margir muna. Næsta bók Yvonne, The Sun is Also a Star sem kom út 2016, varð svo enn vinsælli og í júní verður frumsýnd mynd sem er gerð eftir henni og heitir það sama. Þetta er rómantísk ástarsaga um New York-búana Nat- öshu og Daniel (Yara Shahidi og Charles Melton) sem fella hugi saman svo að segja strax þegar þau hittast. Yfir sambandi þeirra hvílir þó sá skuggi að þar sem fjölskylda Natöshu kom ólöglega til Bandaríkjanna á hún á hættu að vera vísað úr landi. Þess má geta að við Íslendingar eigum dálítið í þessari mynd því tónlistin í henni er samin af Herdísi Stefánsdóttur. Allt getur nú gerst Long Shot er nýjasta mynd leik- stjórans og handritshöfundarins Jonathans Levine sem á m.a. að baki myndirnar The Wackness , Warm Bodies , 50/50 og The Night Before . Hér vinnur hann með handrit Liz Hannah ( The Post ) og Dans Sterling ( The Interview ) og fjallar sagan um blaðamanninn og greinahöfundinn Fred Flarsky (Seth Rogen) sem þrátt fyrr að vera góðum rithæfileikum gædd- ur hefur strögglað meira og minna allan sinn feril, aðallega vegna þess að hann á erfitt með að hemja sig í aðstæðum sem krefjast þess að hann hemji sig. Fred hefur lengi verið ástfanginn af Char- lotte Field (Charlize Theron), eða allt frá því að hún passaði hann þegar hún var ung og hann enn yngri. Á milli þeirra var hins vegar, og er auðvitað enn, sjö ára aldursmunur þannig að engar líkur voru á því að sú ást skilaði miklu. Auk þess fetaði Charlotte framabrautir í stjórnmálum sem hafa leitt til þess að hún er nú orðin vænlegur kandídat til forsetaframboðs og inn í þá mynd mun Fred Flarsky seint passa. Það er því frekar ólíklegt að leiðir hans og hennar eigi eftir að liggja saman á ný. Enþaðgerist nú samt þegar honumbýðst að reyna sig við það verkefni að skrifa framboðsræður Charlotte og upp úr því hefst skondin og rómantísk atburðarás sem kemur á óvart, ekki síst þeim sjálfum. Long Shot var forsýnd á South by Southwest-hátíðinni í mars og hefur fengið mjög góða dóma þeirra sem sáu hana þar. Þykir hún því afar líkleg til vinsælda þegar hún fer í almenna dreifingu og gerir áætlun ráð fyrir að hún komi í bíó hér á landi ummiðjan júní. Júníhrollurinn Enn ein myndin úr The Conjuring -seríu James Wan er væntanleg í bíó í lok júní og er um að ræða þriðju myndina um brúðuna illskeyttu, Annabelle. Í þetta sinn er það Gary Dauberman sem leikstýrir og þótt þetta sé hans fyrsta leikstjórnarverkefni er hann öllum hnútum kunnur í bransanum enda skrifaði hann handrit fyrri tveggja Annabelle -myndanna, svo og handrit It -myndanna, bæði þeirrar sem frumsýnd var haustið 2017 sem og framhaldsmyndarinnar sem verður frumsýnd í september. Við kynnum þessa þriðju Annabelle -mynd að sjálfsögðu meira og betur í næsta blaði en þeim sem þora og hafa aldur til er auðvitað guðvelkomið að kynna sér hana nú þegar á netinu og skoða hrollvekjandi stikluna sem var frumsýnd fyrir skömmu. Bíófréttir – Væntanlegt Að skrifa ræður fyrir forsetaframbjóðendur krefst þess að maður viti talsvert um þá og því þurfa þau Fred og Charlotte að eyða tíma saman við spjall. Fáa grunar hins vegar hvað gerist næst.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=