Myndir mánaðarins, maí 2019 - Bíó
13 Myndir mánaðarins Bíófréttir – Væntanlegt Gleymdu síðustu þremur Næsta Terminator -mynd, Dark Fate , sem nú er í eftir- og tækni- vinnslu verður frumsýnd 1. nóvember og bíða margir spenntir eftir að sjá fyrstu sýnishornin úr henni enda hefur söguþræðinum verið haldið kirfilega leyndum, en hann er saminn af James Cameron sjálfum í samvinnu við David S. Goyer og Justin Rhodes og tók sá síðastnefndi það að sér að skrifa handritið. Eitt hefur þó verið látið uppi um atburðarásina og það er að hún gerist í framhaldi af Terminator 2: Judgment Day og að í henni er algjörlega strokað yfir allt sem gerðist í myndunumþremur sem komu þar á eftir, þ.e. Rise of the Machines , Salvation og Genisys , og látið sem það hafi aldrei gerst. Væntanlegir áhorfendur sem séð hafa þær myndir eru því vinsamlega beðnir að eyða þeim sögum úr minninu! Myndin hér fyrir ofan er af þremur af sex aðalpersónum myndar- innar, þeim Dani, Grace og Söruh (Natalia Reyes, Mackenzie Davis og Linda Hamilton), en hinar þrjár eru vélmenni úr framtíðinni sem þeir Brett Azar, Gabriel Luna og Arnold Schwarzenegger leika. Ný mynd frá Edward Norton Það hefur ekki mikið borið á Edward Norton á undanförnum árum, eða allt síðan hann var í sviðsljósinu árið 2014 þegar myndirnar Birdman og The Grand Budapest Hotel gerðu það gott. Að vísu hefur hann tekið að sér smærri verkefni síðan þá en ástæðan fyrir því að hann hefur ekki tekið að sér stærri hlutverk er að hann keypti árið 2013 kvikmyndaréttinn að verðlaunabók rithöfundarins Jonathans Leth- em, Motherless Brooklyn , og ákvað að gera allt í senn, framleiða myndina, skrifa handritið, leikstýra henni og leika aðalhlutverkið. Tökum á myndinni er nú að mestu lokið og er áætlað að hún verði frumsýnd í byrjun desember. Myndin segir frá manni einum, Lionel Essrog, sem starfar hjá einkaspæjara að nafni Frank Minna í New York. Dag einn er Frank myrtur af ókunnum aðila og í framhaldinu kemst fátt annað að í huga Lionels en að finna þann seka og komast að ástæðunni fyrir morðinu. Það er BruceWillis sem leikur Frank en ámeðal annarra leikara í stórumhlutverkumeru þauWillemDafoe, Gugu Mbatha-Raw, Alec Baldwin, Leslie Mann, Bobby Cannavale og Fisher Stevens. Þetta er önnur mynd Edwards sem leikstjóra en sú fyrri var hin ágæta rómantíska kómedía Keeping the Faith (2010). Jólamyndin í ár? Já, já, við vitum að það er fullsnemmt að fólk sé farið að velta fyrir sér væntanlegum jólamyndum svona rétt í sumarbyrjun en við megum samt til með að nota síðasta plássið hér að þessu sinni til að minnast á myndina Last Christmas sem verður frumsýnd í lok nóvember. Hún er eftir breska leikstjórann Paul Feig, sem gerði m.a myndirnar Bridesmaids , The Heat , Spy og núna síðast A Simple Favor , og er gerð eftir handriti Emmu Thompson. Hún leikur einnig stórt hlutverk ásamt Michelle Yeoh en í aðalhlutverkum eru þau Emilia Clarke og Henry Golding. Myndin dregur heiti sitt af samnefndu lagi semWham-dúettinn flutti á sínumtíma ogGeorge Michael samdi og eftir því semokkur skilst er megnið af tónlistinni í myndinni eftir hann, bæði lög sem allir þekkja svo og lög sem fundust í dánarbúi hans og hafa aldrei heyrst opinberlega áður. Við hér á Myndum mánaðarins teljum okkur hafa fulla ástæðu til að spá því að þessi mynd muni slá í gegn. Fylgist með frá byrjun! Shazam snýr aftur Velgengi ofurhetjunnar Shazam! hefur verið mikil og jafnvel meiri en reiknað var með og því kom það fáum á óvart þegar tilkynnt var á dögunum að búið væri að ákveða að gera aðra mynd um hann. Fyrsta skrefið hefur þegar verið tekið en það var að ráða sögu- og handritshöfundinn Henry Gayden aftur til starfa. Að sögn fólks sem þekkir til þykir og mjög líklegt að leikstjórinn David F. Sandberg verði fenginn til að leikstýra myndinni. Engar dagsetningar liggja fyrir en hvort sem það tekur tvö eða fimm ár að koma Shazam! 2 á tjaldið geta aðdáendur kappans alla vega glaðst yfir að hann og hans lið hefur alls ekki sungið sitt síðasta.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=