Myndir mánaðarins, maí 2019 - Bíó
33 Myndir mánaðarins Booksmart Síðasti séns Aðalhlutverk: Kaitlyn Dever, Beanie Feldstein, Billie Lourd, Noah Galvin, Jason Sudeikis, Lisa Kudrow, Will Forte, Skyler Gisondo, Diana Silvers og Jessica Williams Leikstjórn: Olivia Wilde Bíó: Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri 103 mín Frumsýnd 29. maí l Booksmart verður ekki sýnd á almennum sýningum fyrr en í lok maí en hún var frumsýnd á South By Southwest-kvikmyndahátíð- inni í Austin í Texas 14. mars og hlaut frábærar viðtökur. Þegar þetta er skrifað er hún með 8,6 í meðaleinkunn frá þeim tíu gagnrýn- endum á Metacritic sem þegar hafa birt dóma sína og segja sumir hana vera bestu gamanmynd í sínum flokki síðan Superbad 2007. l Sagan í myndinni er eftir Katie Silberman og hafa þær OliviaWilde látið hafa eftir sér að fyrir utan Superbad sé innblásturinn sóttur í sígildar „coming of age“-myndir eins og The Breakfast Club , Fast Times At Richmount High , Dazed and Confused og Clueless . Skólafélagarnir og vinkonurnar Amy ogMolly eru fyrirmyndar- nemendur semhafameðmikilli eljuuppskoriðgóðar einkunnir sem duga til að komast inn í bestu framhaldsskólana. En þessi árangur hefur einnig kostaðþærmiklar fórnir á félagslega svið- inu og nú er kominn tími til að bæta úr því í eitt skipti fyrir öll! Booksmart er fyrsta mynd Oliviu Wilde sem leikstjóra og þykir hún bráðskemmtileg frá upphafi til enda. Myndin gerist á lokadegi skólaársins þegar síðasta tækifærið til að skvetta úr klaufunum er runnið upp og það tækifæri ætla þær Amy og Molly ekki að láta sér úr greipum ganga. En hvernig fara námshestar eins og þær að því að bæta sér upp margra ára félagslega einangrun á einum degi? Stöllurnar Molly og Amy eru harðákveðnar í að mála bæinn rauðan í eitt skipti fyrir öll enda er síðasta tækifærið til þess upprunnið. Booksmart Gamanmynd Punktar .................................................... The O.C. Veistu svarið? OliviaWilde er auðvitað mun þekktari sem leikkona en leikstjóri en hún hóf leikferil sinn árið 2004 í aukahlutverki myndarinnar The Girl Next Door og sló svo í gegn í sjónvarpsþáttum sem nutu mikilla vinsælda, m.a. á Íslandi. Hvaða sjónvarpsþáttum? Leikstjórinn OliviaWilde ásamt aðalleikonunum Kaitlyn Dever og Beanie Feldstein á South By Southwest-kvikmyndaráðstefnunni í mars þar semmyndin fékk frábærar viðtökur áhorfenda og gagnrýnenda. Billie Lourd (t.v.), sem leikur Connix í Star Wars -myndunum, leikur stórt hlutverk í Booksmart ásamt t.d. eiginmanni Oliviu Wilde, Jason Sudeikis, Lisu Kudrow og öðrum þekktum gamanleikurum. HHHH 1/2 -Wrap HHHH 1/2 - IndieWire HHHH 1/2 - Variety HHHH 1/2 - Hollyw. Reporter HHHH 1/2 - NewYorkMagazine HHHH 1/2 - IGN HHHH - The Playlist HHHH - TheGuardian
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=