Myndir mánaðarins, maí 2019 - Bíó
8 Myndir mánaðarins Hefurðu heyrt um Bítlana? Það hlakkamargir til að sjá nýjustumynd leikstjórans Dannys Boyle og handritshöfundarins Richards Curtis, Yesterday , sem frumsýnd verður í júní, en stiklurnar úr henni hafa notið gríðarlegra vinsælda á netinu að undanförnu. Eins og flest kvikmyndaáhugafólk veit fjallar myndin um tónlistarmanninn Jack Malik (Himesh Patel) sem er alveg að gefast upp á að hafa í sig og á með tónlist þegar hann verður kvöld eitt fyrir bíl og missir meðvitund. Þegar hann vaknar er hann kominn inn í einhvers konar hliðarveröld þar sem Bítlarnir voru ekki til og enginn þekkir tónlist þeirra – nema hann. Það kemur sennilega engum á óvart sem þekkir til vinnubragða leikstjórans Dannys Boyle, svo ekki sé talað um Richards Curtis, handritshöfundar mynda eins og Love Actually , Four Weddings and a Funeral og About Time , að innanbúðarfólk sem séð hefur myndina segir hana algerlega frábæra og að hún fari umsvifalaust í flokk með skemmtilegustu rómantísku kómedíum sem gerðar hafa verið. Við hin sem höfum ekki séð myndina getum því látið okkur hlakka enn meira til, en Yesterday verður frumsýnd 26. júní. Hver er svikarinn? Fjórða myndin um Men in Black - sérsveitina sem hefur það verkefni með höndum að hafa hemil á geim- verunum sem búa á meðal manna og passa að þær séu ekki með uppsteyt, hvað þá einhver heims- yfirráðaplön, kemur í bíó um miðjan júní, 22 árum eftir að fyrsta MIB - myndin var frumsýnd og sjö árum eftir að sú þriðja sló í gegn árið 2012. MIB-sérsveitarmennirnir J og K sem þeir Will Smith og Tommy Lee Jones léku í fyrstu myndunum þremur hafa nú lagt skóna á hilluna og við eru tekin þau M og H sem Tessa Thompson og Chris Hemsworth leika. Sem fyrr sinna þau alls konar útköllum þar sem geimverur eru til vandræða en þótt þau hafi fengið ágæta þjálfun er ekkert sem gat búið þau undir átökin sem framundan eru. Að auki steðjar að ný ógn því eftir alls kyns hrakfarir komast þau að því að innan MIB leynist sennilega svikari sem nauðsynlegt er að finna og uppræta áður en það er of seint. Athugið að í tilefni af frumsýningu MIB International verða fyrri myndirnar þrjár endurútgefnar á sjónvarpsleigunum30. maí, bæði fyrir þá eldri sem vilja rifja þær upp, svo og fyrir nýjar kvikmynda- kynslóðir sem vaxið hafa úr grasi á þeim 22 árum sem liðin eru síðan sú fyrsta var frumsýnd. Sjá bls. 32 hinummegin í blaðinu. Bíófréttir – Væntanlegt Líf tónlistarmannsins Jacks Malik breytist verulega þegar hann rankar við sér eftir slys og uppgötvar að hann er eini maðurinn í heiminum sem veit hverjir Bítlarnir voru og kann lögin þeirra. Ed Sheeran leikur sjálfan sig í Yesterday . Lily James leikur Ellie sem hefur lengi verið ástfangin af Jack en glímir við þann vanda að hann hefur aldrei áttað sig á því. Þeir J og K (Will Smith og Tommy Lee Jones) hafa nú dregið sig í hlé frá skyldustörfum hjá MIB-sveitinni og þau M og H (Tessa Thompson og Chris Hemsworth) eru komin í þeirra stað. Baráttan við uppivöðuslusamar geimverur berst í þetta sinn til ann- arra landa og á því ferðalagi tekst þeim M og H að brotlenda farar- tæki sínu í miðri eyðimörk. Hvað þau taka til bragðs vitum við ekki .
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=