Myndir mánaðarins, maí 2019 - Leigan
10 Myndir mánaðarins Kate Hudson varð fertug 19. apríl og bauð af því tilefni vinum og vandafólki í kaffi og með því á heimili sínu og auðvitað lét ein besta vinkonan, Gwyneth Paltrow, sig ekki vanta. Gloria er bandarísk kona sem í heimsókn hjá vinkonu sinni í Mexíkó er rænt af þarlendum eiturlyfja- og smyglhring, Las Estrellas, og neydd til að vinna fyrir þá. Hér er á ferðinni hörkuspennandi mynd frá upphafi til enda sem er lauslega byggð á sönnum en alveg ótrúlegum atburðum. Gina Rodriguez leikur hér förðunarmeistarann Gloriu sem fer til Mexíkó að hitta vinkonu sína Suzu sem hefur skráð sig í fegurðarsamkeppni og þiggur því með þökkum þá aðstoð sem Gloria getur veitt henni. Málin taka hins vegar óvænta stefnu þegar þær fara saman út að skemmta sér og lenda þá í árás Las Estrellas- glæpahópsins á skemmtistaðinn sem þær eru staddar á. Þar með breytist líf Gloriu að eilífu ... Spenna/hasar Gerðu hið rétta 104 mín VOD Aðalhlutverk: Gina Rodriguez, Ismael Cruz Córdova, Matt Lauria, Ricardo Abarca, Anthony Mackie og Thomas Dekker Leikstjórn: Catherine Hardwicke Útgefandi: Sena 2. maí Punktar ............................... l Myndin er endurgerð samnefndrar myndar mexíkóska leikstjórans Gerardo Naranjo sem var frumsýnd 2011 og varð ein vinsælasta mynd ársins í þarlendum kvikmyndahúsum. HHH 1/2 - S.F. Chronicle HHH - ReelViews HHH - N.Y. Post HHH - ChicagoTribune Gina Rodriguez og Ismael Cruz Córdova í hlutverkum sínum í myndinni. 2. maí 159 mín Aðalhl.: Mel Gibson, Vince Vaughn, Jennifer Carpenter og Don Johnson Leikstj.: S. Craig Zahler Útg.: Sena VOD Spenna/sakamál Þegar lögreglumennirnir Brett Ridgeman og Anthony Lurasetti (Mel Gibson og Vince Vaughn) eru sendir í sex mánaða launalaust „leyfi“ fyrir að hafa gengið fullharkalega framvið síðustu handtöku ákveða þeir að gerast sjálfir ræningjar, enda hafa þeir bæði kunnáttuna og þekkinguna sem til þarf! Hér er okkur sögð mögnuð saga af tveimur lögreglumönnum í ónefndri borg sem lenda í miklum fjölmiðlastormi með tilheyrandi samfélagsmiðlaumræðu þegar myndband af síðustu handtöku þeirra fer á flug, en það þykir sýna þá sem algera fanta. Í kjölfarið eru þeir sendir í launalaust leyfi en á því hafa þeir engin efni, sérstaklega ekki sá eldri þeirra, Brett. Hann ákveður því að nýta sér þekkingu sína á undirheimunum til að komast yfir góss glæpamanna og svo fer að sá yngri, Anthony, gengur í liðmeð honum. Hvorugur gerir sér grein fyrir afleiðingunum ... Stigið yfir strikið Þegar lögreglumennirnir Anthony og Brett (Vince Vaughn og Mel Gibson) eru sendir í launalaust leyfi ákveða þeir að nota þekkingu sína í eigin ágóðaskyni. l Dragged Across Concrete er þriðja mynd óháða leikstjórans og hand- ritshöfundarins S. Craigs Zahler en þær fyrri eru hinar fantagóðu Bone Tomahawk og Brawl in Cell Block 99 . l Fyrir utan Mel Gibson eru nánast allir leikarar myndarinnar og aðstand- endur þeir sömu og komu að gerð Brawl in Cell Block 99 . l Auk leikaranna sem nefndir eru hér í kreditlistanum t.v. fara þau Thomas Kretschmann, UdoKier, LaurieHolden, Tory Kittles og Michael Jai White með veigamikil hlutverk í myndinni. Punktar .................................................................. HHHH 1/2 - E.W. HHHH 1/2 - Slant HHHH - IndieWire HHHH - Guardian HHHH - CineVue HHH 1/2 - Variety HHH 1/2 - R.Ebert HHH 1/2 - L.A. Times Dragged Across Concrete – Miss Bala
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=