Myndir mánaðarins, maí 2019 - Leigan

11 Myndir mánaðarins The Children Act – Alvinnn!!! og íkornarnir 3. maí 105 mín Aðalhl.: Emma Thompson, Stanley Tucci, FionnWhitehead og Ben Chaplin Leikstjórn: Richard Eyre Útgefandi: Myndform VOD Drama Óskarsverðlaunaleikkonan Emma Thompson sýnir hér snilldarleik í hlut- verki hæstaréttardómarans Fionu Maye sem fær til úrskurðar mál þar sem læknar vilja veita ungum manni blóðgjöf til að freista þess að bjarga lífi hans, gegn samþykki hans sjálfs og foreldra hans af trúarlegum ástæðum. Í Bretlandi eru í gildi lög, The Children Act, sem segja fyrir umað velferð barna skuli ávallt höfð að leiðarljósi í dómsmálum sem þau snerta og skipti meira máli en vilji foreldra þeirra eða forráðamanna. Málin vandast hins vegar verulega þegar barnið sjálft er á öndverðri skoðun eins og í tilfelli hins 17 ára gamli Adams sem þjáist af hvítblæði en vill alls ekki þiggja blóðskipti þótt þau gætu bjargað lífi hans. Það gerir málið enn erfiðara fyrir Fionu að hún glímir sjálf við alvarlega tilvistarkreppu á heimavelli þar sem hjónaband hennar og eiginmannsins Jacks riðar til falls ... Allir þurfa að taka ákvarðanir Emma Thompson og Stanley Tucci leika hjónin Fionu og Jack í The Children Act . l Myndin er byggð á samnefndri verðlaunabók breska rithöfundarins Ians McEwan sem komút 2014, en Ian skrifaði einnig handrit myndarinnar. l Leikstjórinn Richard Eyre á margar góðar myndir að baki og má þar nefna verðlaunamyndirnar Iris , Notes on a Scandal og The Dresser . l Þótt sagan í myndinni sé ekki byggð á sannri sögu sækir hún innblásturinn í raunveruleg dómsmál þar sem blóð- gjöf var hafnað af trúarástæðum. Punktar .................................................................. HHHHH - Film Threat HHHH 1/2 - R.Ebert.com HHHH - Screen Intern. HHHH - CineVue HHHH - Variety HHH 1/2 - E.W. HHH 1/2 - IndieWire Stórskemmtileg teiknimyndasyrpa um ævintýri sex eldfjörugra íkornabarna sem eru stöðugt að lenda í alls konar ævintýrum og óvæntum uppákomum, uppeldisföður þeirra, Davíð, oftar en ekki til mikillar mæðu. Þessir þættir komu fyrst út í mars 2015 og slógu þegar í gegn á bandarísku og frönsku Nickelodeon-sjónvarpsstöðvunum. Í framhaldinu hafa þeir verið sýndir víða og alls staðar verið vel tekið. Hér segir frá hinum ókvænta Davíð sem tekið hefur að sér að ala upp sex íkornakrakka, þrjá stráka og þrjár stelpur. Það gengur því að sjálfsögðu mikið á á heimilinu því íkornakrakkarnir eru hugmyndaríkir með eindæmum og óhræddir við að feta nýjar slóðir í hverju því sem þeir taka sér fyrir hendur. En stundum þrýtur Davíð þolinmæðina og þegar það gerist kallar hann yfir sig: „ALVINNN!!!“ Barnaefni Alvinnn!!! og íkornarnir 3. maí Teiknimynd með íslensku tali um sex íkornakrakka og ævintýri þeirra Útgefandi: Myndform 88 mín VOD

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=