Myndir mánaðarins, maí 2019 - Leigan
14 Myndir mánaðarins Le retour du héros 3. maí 159 mín Aðalhl.: Jean Dujardin, Mélanie Laurent, Noémie Merlant og Christian Bujeau Leikstj.: Laurent Tirard Útg.: Myndform VOD Gamanmynd Árið er 1809 og kafteinnNeuville þarf að sinna skyldumsínumá vígvellinum áður en hann kvænist sinni heittelskuðu Pauline sem bíður hans svo með slíkri óþreyju að systir hennar Elísabet ákveður að skrifa henni bréf fyrir hans hönd til að hún verði ekki veik – en ekki bara til þess heldur einnig til að kveikja áhuga hennar á öðrummanni því Elísabet er viss um að kafteinninn muni aldrei snúa aftur. Það á hann þó eftir að gera, þremur árum síðar! Það er óhætt að mæla með þessari eldhressu gamanmynd sem er sprenghlægi- leg á löngum köflum og nálgast að vera hin besti farsi. Henni hefur verið lýst sem nokkurs konar Jane Austin-sögu eins og P. G. Wodehouse hefði skrifað hana og sennilega er það ein besta lýsingin sem hægt er að gefa á henni í stuttu máli. Endurkoma hetjunnar Mélanie Laurent og Jean Dujardin leika þau Elísabetu og Neuville kaftein í þessari stórskemmtilegu gamanmynd. l Leikstjóri myndarinnar, Laurent Tir- ard sem skrifar einnig handritið ásamt Grégoire Vigneron, hefur um árabil verið einn vinsælasti kvikmyndagerð- armaður Frakka, allt frá því hann sendi frá sér sína fyrstu mynd, Mensonges et trahisons et plus si affinités , árið 2004. Hér á landi er hann sennilega þekkt- astur fyrir myndir sínar um Nikulás litla, Petit Nicolas og Les vacances du petit Nicolas , en hann er t.d. einnig höf- undur hinna bráðskemmtilegu mynda Molière og Un homme à la hauteur . l Sá sem leikur kaftein Neuville, Jean Dujardin, hlaut Óskarsverðlaunin árið 2012 fyrir leik sinn í þöglu myndinni TheArtist . Hannþykir sýna sannkallaða snilldartakta í Endurkomu hetjunnar . Punktar .................................................................. Seth MacFarlane var harðánægður með að fá sína eigin stjörnu í Walk of Fame-gangstéttina við Hollywood-breiðstrætið í Los Angeles 23. apríl og brosti út að eyrum eins og venjulega. Þess má geta að þau Anne Hathaway og Robert DeNiro eru á meðal þekktustu leikara sem hafa ekki enn fengið Walk of Fame-stjörnu. Ótrúlegt en satt! Úr þessu verður þó bætt á næstunni. Scarlett Johansson brosti breitt og hélt sér í unnustann, Colin Jost, þar sem þau komu saman til að vera viðstödd forsýningu á Avengers: Endgame í Los Angeles 22. apríl.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=