Myndir mánaðarins, maí 2019 - Leigan
23 Myndir mánaðarins Enska ofurfyrirsætan Naomi Campell verður 49 ára 22. maí og er alltaf jafn glæsileg og eftirsótt í tískuheiminum. Hún var stödd í Lagos í Nígeríu 9. apríl þar sem hún sýndi m.a. þessa dragt. Jennifer Lopez er nú að leika í myndinni Hustl- ers eftir Lorene Scafaria og var þessi mynd tekin af henni þegar hún smeygði sér í slopp á milli atriða á settinu í New York 18. apríl. Anne Hathaway var á sama tíma, 18. apríl, hins vegar stödd í London þar sem hún mætti í viðtalsþátt Grahams Norton, vafalaust að hluta til til að kynna nýjustu mynd sína, The Hustle . The Kid Who Would Be King 16. maí 120 mín Aðalhl.: Louis Ashbourne Serkis, Denise Gough og Dean Chau- moo Leikstj.: Joe Cornish Útgefandi: Síminn og Vodafone VOD Ævintýri Einstaklega skemmtileg, fjörug, fyndin og viðburðarík ævintýra- og fjöl- skyldumynd um hinn tólf ára Alex sem fyrir tilviljun finnur sverðið Excali- bur ogdregur þaðúr steininum. Um leið vekur hannhina illunornMorgönu til lífsins, en hún ætlar sér að komast yfir sverðið, hvað sem það kostar. Eins og flestir sjá í hendi sér er sagan í The KidWhoWould Be King sótt í þjóðsöguna um Artúr konung og riddara hringborðsins nema hún gerist í nútímanum. Alex gerir sér í fyrstu hvorki grein fyrir töframætti sverðsins né hvað fundur þess boðar en þegar Merlin seiðkarl birtist og upplýsir hann um það bregður Alex á það ráð að fá nokkra skólafélaga sína í lið með sér. Þeir eru í fyrstu vantrúaðir á sögu Alex, en það breytist snarlega þegar Morgana og hennar illa slekti mætir á svæðið ... Búið ykkur undir átök Það verður enginn meira hissa en Alex sjálfur þegar hann finnur og dregur sverðið Excalibur úr steininum. l The Kid Who Would Be King er önnur mynd Joe Cornish sem leikstjóra en sú fyrri var hin vinsæla mynd Attack the Block sem kom út árið 2011. l Sá sem leikur hlutverk hins unga Alex, Louis Ashbourne Serkis, er eins og nafnið gefur vísbendingu um sonur leikarans Andys Serkis og eigin- konu hans, Lorraine Ashbourne. l Með stærstuhlutverkhinna fullorðnu í myndinni, þ.e. Merlins seiðkarls og hinnar illu Morgönu, fara Patrick Stewart og Rebecca Ferguson. Punktar .................................................................. HHHHH - Playlist HHHH - Empire HHHH - Screen HHHH - Total Film HHHH - Film Threat HHH 1/2 - N.Y. Post HHH 1/2 - Slant HHH 1/2 - IGN HHH 1/2 - L.A. Times HHH 1/2 - N.Y. Times HHH 1/2 - Hollywood Reporter
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=