Myndir mánaðarins, maí 2019 - Leigan

29 Myndir mánaðarins The Favourite The Favourite Hver er drottningin? Aðalhlutverk: Olivia Colman, Emma Stone, Rachel Weisz, Nicholas Hoult, Joe Alwyn, Mark Gatiss, James Smith og Jenny Rainsford Leikstjórn: Yorgos Lanthimos Útgefendur: Síminn og Vodafone 119 mín 28. maí l The Favourite er með 9,0 í meðaleinkunn á Metacritic frá 53 gagn- rýnendum en slíkum toppárangri þar ná ekki margar myndir. l Myndin er einhver mest verðlaunaðamynd ársins og var tilnefnd til 5 Golden Globe-verðlauna, 12 BAFTA-verðlauna og 10 Óskarsverð- launa. Í öllum tilfellum hreppti Olivia Coleman verðlaunin fyrir besta leik í aðalhlutverki kvenna, enda frábær í hlutverki Önnudrottningar. The Favourite gerist á valdatíma Önnu Englandsdrottningar (1702–1714) og hefst árið 1708 þegar stríð Englendinga og Frakka stóð semhæst. Hér er blandað saman sannsögulegum atburðum og flugbeittum húmor (sem verður nokkuð svartur á köflum) og útkoman er einstök mynd í alla staði sem kvik- myndaáhugafólk ætti alls ekki að láta fram hjá sér fara. Anna drottning var alla tíð frekar heilsulítil og hafði mun meiri áhuga á eigin hugðarefnum en stjórnmálum. Það reyndu ýmsir að nýta sér, þ. á m. hennar hægri hönd, Sarah Churchill, hertogaynja af Marlborough, sem einnig var ástkona hennar. En þegar frænka Söruh, hin smánaða barónessa Abigail Masham, kemur til hirðar- innar í atvinnuleit hefst valdabarátta sem á eftir að breyta öllu ... Leikkonurnar þrjár sem fara með aðalhlutverkin í The Favourite , Rachel Weisz, Olivia Colman og Emma Stone, hafa allar verið margverðlaun- aðar fyrir leik sinn sem þær Lady Sarah, Anna drottning og Abigail. Gamandrama Punktar .................................................... The Lobster og The Killing of a Sacred Deer. Veistu svarið? The Favourite er sjöunda mynd gríska leikstjórans Yorgos Lanthimos og um leið þriðja myndin sem hann gerir á ensku. Tvær þær fyrri, sem frumsýndar voru 2015 og 2017, vöktu mikla athygli og voru einnig margverðlaunaðar. Hvað heita þær? Öll sviðsetning myndarinnar, búningar og förðun er fyrsta flokks. Frá upptökum á einu atriði myndarinnar. Emma Stone og gríski leikstjórinn Yorgos Lanthimos ræða málin. HHHHH - Total Film HHHHH - CineVue HHHHH - C. Tribune HHHHH - N.Y. Times HHHHH - L.A. Times HHHHH - R. Stone HHHHH - Screen HHHHH - H. Reporter HHHHH - Playlist HHHHH - N.Y. Times HHHHH - L.A. Times HHHHH - R. Stone HHHHH - N.Y. Post HHHH 1/2 - Vanity Fair HHHH 1/2 - Variety HHHHH - RogerEbert.com HHHH 1/2 - E.W. HHHH - Empire VOD

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=