Myndir mánaðarins, maí 2019 - Leigan
36 Myndir mánaðarins Tölvuleikir Tegund: Hasarleikur Kemur út á: PS4 PEGI aldurstakmark: 18+ Útgáfudagur: Kominn út Framleiðandi: Sony Interactive Entertainment Europe Útgefandi: Sena Days Gone Days Gone er nýr og æsispennandi hasarleikur sem gerist í algjörlega frjálsum og opnum heimi. Sögusvið leiksins eru eyðilendur í norðvesturhluta Bandaríkjanna (Pacific North- west), en leikurinn hefst tveimur árum eftir að dularfull farsótt hefur nánast gert út af við mannkynið. Flestir sem veiktust dóu, en milljónir hinna sýktu um- breyttust í grimmar skepnur sem hafa fátt annað við að vera en að drepa. Þeir sem lifðu af og sluppu búa nú í heimi þar sem allt er af skornum skammti, ofbeldi og morð eru daglegt brauð og kvikindin (freakies) vafra um í leit að næstu fórnarlömbum. Leikmenn fara í hlutverk Deacons St. John sem er grjót- harður gaur sem lifir á brúninni. Hann kemst af með því að nýta reynslu sína, en áður en ósköpin dundu yfir var okkar maður í mótorhjólaklíku þar sem ofbeldi var daglegt brauð þannig að þeir hlutir eru ekkert nýtt verkefni fyrir hann. Leikurinn inniheldur spennandi og safaríkan söguþráð þar sem leikmenn þurfa að rannsaka umhverfið, upplifa ást og missi, vináttu, hefnd og örvæntingu.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=