Myndir mánaðarins, júní 2019 - Bíó
22 Myndir mánaðarins Long Shot Ólíklegt, en ekki ómögulegt Aðalhlutverk: Charlize Theron, Seth Rogen, O’Shea Jackson Jr., Ravi Patel, Bob Odenkirk, June Diane Raphael, Andy Serkis, Alexander Skarsgård, Lisa Kudrow og Randall Park Leikstjórn: Jonathan Levine Bíó: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Keflavík og Akureyri, Bíóhúsið Selfossi, Ísafjarðarbíó, Eyjabíó, Skjaldborgarbíó, Króksbíó og Bíóhöllin Akranesi 125 mín Frumsýnd 19. júní l Þess má geta að í raun er sjö ára aldursmunur á þeim Charlize Theron og Seth Rogen. Hún er fædd 1975 og hann 1982. Fred Flarsky er góðum rithöfundarhæfileikum gæddur en hefur samt átt í erfiðleikummeð að festa sig í sessi í greininni, aðallega vegna þess að hann á það til að missa stjórn á sér í aðstæðumsemhannmá ekkimissa stjórná sér í. Þegar honum býðst að reyna sig við ræðuskrif fyrir forsetaframbjóðandann Charlotte Field er það tækifæri sem hann má alls ekki klúðra! Rómantíska gamanmyndin Long Shot er nýjasta mynd leikstjórans Jonathans Levine semám.a. að baki myndirnar TheWackness , Warm Bodies , 50/50 og The Night Before . Hér vinnur hann með handrit Liz Hannah ( The Post ) og Dans Sterling ( The Interview ) og fjallar sagan um blaðamanninn og greinahöfundinn Fred Flarsky (Seth Rogen) semþrátt fyrr að vera góðum rithæfileikumgæddur hefur strögglað meira og minna allan sinn feril. Fred hefur lengi verið ástfanginn af Charlotte Field (CharlizeTheron), eða allt frá því að hún passaði hann þegar hún var ung og hann enn yngri. Á milli þeirra var hins vegar, og er auðvitað enn, sjö ára aldursmunur þannig að engar líkur voru á því að sú ást skilaði miklu. Auk þess fetaði Charlotte framabrautir í stjórnmálum sem hafa leitt til þess að hún er nú orðin vænlegur kandídat til forsetaframboðs og inn í þá mynd mun Fred Flarsky seint passa. Það er því frekar ólíklegt að leiðir hans og hennar eigi eftir að liggja saman á ný. En það gerist nú samt þegar honumbýðst að skrifa framboðsræður Charlotte og upp úr því hefst skondin og rómantísk atburðarás sem kemur á óvart, ekki síst þeim sjálfum ... Það kemur mörgum á óvart þegar Charlotte Field ræður Fred Flarsky til að skrifa framboðsræður sínar, ekki síst nánasta sam- starfsfólki hennar og Fred sjálfum. Ravi Patel, June Diane Raphael, Seth Rogen og Charlize Theron í hlutverkum sínum í Long Shot . Long Shot Gamanmynd / Rómantík Punktar .................................................... Donnie Darko. Veistu svarið? Seth Rogen á 20 ára leikferilsafmæli um þessar mundir en hann sló í gegn í sínu fyrsta hlutverki í sjónvarpsþáttunum Freaks and Geaks árið 1999 þar sem hann lék Ken Miller. En hver var fyrsta bíómyndin sem hann lék í?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=