Myndir mánaðarins, júní 2019 - Bíó
8 Myndir mánaðarins Konungur ljónanna snýr aftur Ein af aðalmyndum júlímánaðar í kvikmyndahúsumheimsins er ný útgáfa af sögunni um Simba sem var hrakinn á brott frá fjölskyldu sinni eftir að pabbi hans, Mufasa, dó og kynntist þá hinum kostulegu félögumTímon og Púmba sem segja má að hafi gengið honum bæði í foreldra- og vinastað. Myndin er eins og flestir vita endurgerð á teiknimyndinni The Lion King sem var frumsýnd árið 1994 og sló aðsóknarmet þegar hún varð tekjuhæsta teiknimynd Disney til þess dags auk þess sem hún var einstök að því leyti að vera frumsamin saga en ekki byggð á áður útgefnu ævintýri eins og flestar teiknimyndir Disney höfðu verið. Það sem er líka öðruvísi við þessa myndmiðað við aðrar Disney-myndir er að í henni kemur engin mannvera við sögu og er hún því 100% tölvuteiknuð en ekki „live-action“-mynd eins og t.d. Fríða og dýrið , Skógarlíf og fleiri. Samkvæmt okkar heimildumsnýr aðeins einn leikari úr 1994-teikni- myndinni til baka í þessari og það er James Earl Jones sem talar fyrir Mufasa. Hins vegar skilst okkur að stórkostleg tónlist Howards Shore og lög Eltons Johns verði á sínum stað auk nýrra tónsmíða. Nýtt upphaf kóngulóarmannsins Önnur stórmynd sem mun prýða dagskrá kvikmyndahúsanna í júlí er Spider-Man: Far From Home . Hún gerist eftir atburðina í Avengers: Endgame og eru þeir sem ekki hafa séð þá mynd en ætla sér það og vita ekki hvað gerist í henni varaðir við að skoða nýjustu stiklurnar því í þeim er að finna upplýsingar sem spilla verulega söguþræði Endgame . Um leið er Far FromHome nokkurs konar upphaf að nýrri seríu Marvel-mynda, þ.e. nýrri útgáfu af hinum sameinaða ofurhetjuheimi fyrirtækisins sem hleypt var af stokkunummeð mynd- inni Iron Man árið 2008. Reyndar skilst okkur hér á Myndum mánaðarins að hugmyndin sé að skipta þessum sameinaða ofurhetjuheimi í tvennt í næstu myndum en að þeir blandist svo saman að einhverju leyti eftir því sem fleiri myndir verða gerðar. Þetta er þó óstaðfestur orðrómur enn sem komið er. Í Far From Home fer Peter Parker í Evrópureisu með skólafélögum sínum og hefur hugsað sér að hvíla Spider-Man-búninginn á meðan. Sú áætlun fer þó fljótlega fyrir lítið þegar Nick Fury mætir á svæðið og Peter kynnist Quentin Beck (Jake Gyllenhaal), öðru nafni Mysterio. Fljótlega eru þeir svo komnir í baráttu við ófrýnilega óvini en um leið glímir Peter við að vera orðinn ástfanginn af skólasystur sinni, Michelle, sem Zendaya leikur. Við skulum vona að það gangi allt saman upp. Bíófréttir – Væntanlegt Segja má að Konungur ljónanna sé öðruvísi en aðrar myndir sem Disney hefur endurgert eftir eldri teiknimyndum því hún inniheldur engar mannverur og er alfarið tölvuteiknuð. Fyrir Skara, hinn illa innrætta föður- bróður Simba, talar Chiwetel Ejiofor. Það er JD McCrary sem talar fyrir Simba þegar hann er ungur en svo tekur Danny Glover við eftir að hann vex úr grasi. Peter Parker er staddur í Feneyjum á Ítalíu þegar hann kynnist Quentin Beck, öðru nafni Mysterio, í gegnum Nick Fury, en Quen- tin er leikinn af Jake Gyllenhaal og býr yfir mögnuðum kröftum.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=