Myndir mánaðarins, júní 2019 - Leigan
10 Myndir mánaðarins Glass Sýndu hvað þú getur Aðalhlutverk: Bruce Willis, James McAvoy, Samuel L. Jackson, Anya Taylor-Joy, Sarah Paulson, Luke Kirby og Spencer Treat Clark Leikstjórn: M. Night Shyamalan Útgefandi: Síminn og Vodafone 128 mín 3. júní l Glass er þrettánda bíómyndin sem M. Night Shyamalan leikstýrir og eins og oft áður í myndum sínum leikur hann sjálfur smáhlut- verk í henni, persónuna Jay sem kom reyndar líka fram í Split . l Sú beiðni fylgir myndinni að þeir sem sjá hana segi ekki væntan- legum áhorfendum frá söguþræðinum, síst af öllu frá endinum. Eftir að Beast, 24. persónan sem býr innra með Kevin Wendell Crumb og ræður yfir ofurhraða og ofurkröftum, tekur stjórn á líkama hans kemur til kasta Davids Dunn að stöðva hann fyrir fullt og allt. Það á hins vegar eftir að reynast hægara sagt en gert, ekki síst vegna afskipta Elijah Price, öðru nafni hr. Glass. Það varð nokkuð ljóst í lok myndarinnar Split fyrir tveimur árum að við mættum eiga von á framhaldsmynd þar sem leikstjórinn M. Night Shyamalan myndi etja saman aðalpersónunni úr Split , Kevin Wendell Crumb (og hans innri karakterum) og aðalpersónunum úr Unbreakable frá árinu 2000, ofurmenninu David Dunn og hinum brothætta en snjalla glæpamanni Elijah Price (herra Glass), og ljúka um leið trílógíu sem nefnd hefur verið Eastrail 177 eða The Unbreakable -serían. Shyamalan gaf það reyndar fljótlega út að þriðja myndin yrði gerð en þurfti áður en hann gat hafist handa að fá kvikmyndafyrirtækin Buena Vista Intl. sem er í eigu Disney og Universal Pictures til að gefa grænt ljós á samstarf því það fyrrnefnda átti réttinn að Unbreakable en það síðarnefnda að Split . Það tókst og er það í fyrsta sinn sem þessi risafyrirtæki vinna saman að gerð myndar. Og nú er sem sagt komið að útgáfu hennar á sjónvarpsleigunum. Þar sem sagan er nánast ein flétta frá upphafi til enda með vægast sagt óvæntum sögulokum segjum við ekkert meira um atburðarásina hér. Góða skemmtun! Samuel L. Jackson, James McAvoy og Bruce Willis í hlutverkum sínum í Glass sem þeir Elijah Price, Kevin Wendell Crumb og David Dunn. Glass Tryllir Punktar .................................................... Loaded Weapon 1. Veistu svarið? Þetta er í fimmta sinn sem þeir Bruce Willis og Samuel L. Jackson leika í sömu myndinni en það gerðu þeir einnig í Die Hard with a Vengeance , Unbreakable , Pulp Fiction og gamanmynd sem gerð var árið 1993. Hvaða mynd? Anya Taylor-Joy snýr aftur í hlutverki þeirrar sömu og hún lék í Split , Casey Cooke, en við látum þess ógetið hvað hún gerir í þetta sinn. VOD HHHH - The Atlantic HHH - Seattle Times HHH - Empire HHH - H. Reporter HHH - The Observer HHH - Rolling Stone
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=