Myndir mánaðarins, júní 2019 - Leigan
18 Myndir mánaðarins 121 mín 20. júní Nýjasta Spider-Man -myndin, Far From Home , verður frumsýnd í bíóhúsum 5. júlí og í tilefni af því verða fyrri myndirnar sex endurútgefnar á sjónvarpsleigunum 20. júní, bæði til upprifjunar fyrir alla gamla aðdáendur kóngulóarmannsins svo og þær kynslóðir sem vaxið hafa úr grasi á þeim 17 árum síðan fyrsta myndin eftir leikstjórann Sam Raimi var frumsýnd sumarið 2002. Spider-Man VOD Það er óhætt að segja að kvikmynda- áhugafólk hafi á fyrri hluta ársins 2002 beðið spennt eftir fyrstu mynd leikstjórans Sams Raimi um kóngulóar- manninn Peter Parker enda hafði það spurst út að hún bryti blað í gerð ofur- hetjumynda hvað tæknibrellur varðaði. Og því var ekki að neita að þær reyndust stórkostlegar og þegar upp var staðið hafði myndin halað inn rúmlega 820 milljónir dollara í kvikmyndahúsum. Um leið var ljóst að Sam Raimi myndi gera næstu Spider-Man-mynd líka. 127 mín VOD 139 mín VOD Mynd númer tvö var frumsýnd í júlí 2004 og eftir að hafa barist við og lagt af velli sjálfan Norman Osborn, öðru nafni Green Goblin, í fyrstu myndinni þurfti kóngulóarmaðurinn nú að takast á við annan fyrrverandi vin sinn, dr. Otto Octavius, sem fór yfir um þegar tilraun sem hann var að gera fór úrskeiðis. Um leið þurfti Peter Parker að takast á við tilfinningar sínar í garðMary JaneWatson sem Kirsten Dunst lék. Þá gat hann ekki verið öruggur umað Harry Osborn, sonur Normans, hygði ekki á hefndir. Þrjú ár liðu þar til mynd númer þrjú var frumsýnd, enn á ný í leikstjórn Sams Raimi. Í þetta sinn átti Peter Parker í höggi við ókennilegt „efni“ utan úr geimnum sem einnig átti eftir að skapa andstæðinginn Venom úr Eddie Brock sem Topher Grace lék en Tom Hardy átti síðar eftir að leika í samnefndri mynd. Einnig átti Peter í höggi við The Sandman og ekki síður varð baráttan hörð við Harry Osborn sem hafði breytt sér í New Goblin og heimtaði hefnd fyrir dauða föður síns í fyrstu myndinni. 20. júní 20. júní
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=