Myndir mánaðarins, júní 2019 - Leigan
19 Myndir mánaðarins Spider-Man 136 mín 20. júní VOD Lengi vel stóð til að Sam Raimi myndi gera fjórðu Spider-Man -myndina með Tobey Maguire í aðalhlutverki eins og verið hafði en vegna einhvers listræns ágreinings varð ekkert úr því. Þess í stað var ákveðið að byrja Spider-Man-söguna upp á nýtt og í þetta sinn með Andrew Garfield í aðalhlutverki og Emmu Stone í hlutverki kærustu hans, Gwen Stacy, en þau Andrew og Emma voru þá par í raunveruleikanum. Myndinni, sem Marc Webb leikstýrði, var vel tekið þegar hún var frumsýnd sumarið 2012 en í henni glímdi Peter Parker m.a. við dr. Curt Connors (Rhys Ifans), öðru nafni The Lizard, sem gerði honum lífið leitt auk þess sem hann reyndi að ráða gátuna um afdrif foreldra sinna, en sú ráðgáta hafði lengi hvílt á honum eins og mara. 142 mín VOD 133 mín VOD The Amazing Spider-Man 2 var svo frum- sýnd sumarið 2014 með sömu leikurum í aðalhlutverkum og í hlutverkum helstu andstæðinga kóngulóarmannsins að þessu sinni voru þeir Dane DeHaan sem Harry Osborn en hann hafði í þetta sinn breytt sér í The Green Goblin og Jamie Foxx sem lék Max Dillon en hann hafði yfirnáttúrlegt vald á rafmagni þegar hann breyttist í hinn stórhættulega Electro. Myndinni var á ný leikstýrt af Mark Webb og gekk vel, en þó ekki jafn vel og fyrri myndunum fjórum hafði gengið hvað aðsókn í kvikmyndahúsum varðaði. Hvort það hafi verið það eða eitthvað annað þá var ákveðið að binda enda á Amazing -seríuna og byrja aftur upp á nýtt, en þó á annan hátt en áður því nú komu The Avengers til sögunnar. Spider-Man: Homecoming var svo frum- sýnd sumarið 2017 og nú var það breski leikarinn Tom Holland sem kominn var í búning kóngulóarmannsins. Myndin var öðruvísi en fyrri myndirnar fimm enda hafði hinn nýi Peter Parker verið kynntur til sögunnar í Civil War og því var upprunasögu hans sleppt þótt vissulega væri hann enn byrjandi í ofurhetjubransanum. En Homecoming fékk frábæra dóma og lagði grunninn að þátttöku Peters Parker í Avenger - myndunum Infinity War og Endgame . Þar með var sú hugmynd opinberuð að í næstu Spider-Man -mynd, Far FromHome sem frumsýnd verður í júlí, myndi sagan jafnframt vera ákveðið upphaf upphaf nýrrar seríu um Marvel-ofurhetjurnar. Hvernig það spilast á eftir að koma í ljós. 20. júní 20. júní
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=