Myndir mánaðarins, júní 2019 - Leigan

24 Myndir mánaðarins Hefurðu séð þessar? Einstaklega skemmtileg, fjörug, fyndin og viðburðarík ævintýra- og fjölskyldu- mynd um hinn tólf ára og hressa strák Alex sem fyrir tilviljun finnur sverðið Excalibur og dregur það úr steininum. Um leið vekur hann hina illu norn Morgönu til lífsins, en hún ætlar sér að komast yfir sverðið, hvað sem það kostar. Mortal Engines kemur úr smiðju Peters Jackson og er byggð á margverðlaunaðri bók breska rithöfundarins Philips Reeve, en hún kom út í íslenskri þýðingu síðast- liðið sumar undir heitinu Vítisvélar . Þetta er magnað framtíðarævintýri sem gerist eftir um þrjú þúsund ár og skartar Heru Hilmarsdóttur í aðalhlutverki. Aquaman er sjötta myndin í hinum sameinaða ofurhetjuheimi DC-Comics á eftir Man of Steel , Batman v Superman: Dawn of Justice , Suicide Squad , Wonder Woman og Justice League . Hér er um upprunasögu að ræða sem hefst þegar Arthur Curry kemst að því að í raun er hann hinn eini sanni konungur Atlantis. Þegar lögreglumennirnir Brett Ridge- man og Anthony Lurasetti (Mel Gibson og Vince Vaughn) eru sendir í sex mánaða launalaust „leyfi“ fyrir að hafa gengið fullharkalega fram við síðustu handtöku ákveða þeir að gerast sjálfir ræningjar, enda hafa þeir bæði kunn- áttuna og þekkinguna sem til þarf! Tónlistarmaðurinn Jackson Maine má muna sinn fífil fegurri og þótt hann njóti enn hylli gamalla aðdáenda er ferill hans áfallandafæti,ekkisístvegnaóhóflegrar drykkju. Þegar hann hittir hina efnilegu leik- og söngkonu Ally má segja að hann fái nýtt markmið í lífinu: Að aðstoða Ally við að ná frægð og frama. Teiknimyndin Spider-Man: IntotheSpider- Verse er stórskemmtilegt hliðarævintýri frá hinum venjulegu Spider-Man -mynd- um þar sem aðalsöguhetjan Miles Moral- estelursighinneinaogsannaköngulóar- mann – en hefur rangt fyrir sér. Myndin hlaut Óskarsverðlaunin sem besta teikni- mynd ársins 2018. The Favourite gerist á valdatíma Önnu Englandsdrottningar (1702–1714) og er hér blandað saman sannsögulegum atburðum og flugbeittum húmor sem verður frekar svartur á köflum. Útkoman er einstök mynd í alla staði sem kvik- myndaáhugafólk ætti alls ekki að láta fram hjá sér fara. Í verðlaunamyndinni Bohemian Rhaps- ody er farið yfir feril hljómsveitarinnar Queen allt frá byrjun, með sérstakri áherslu á hlut píanóleikarans, laga- og textahöfundarins og eins besta rokk- söngvara allra tíma, Freddies Mercury, sem lést langt um aldur fram árið 1991, aðeins 45 ára að aldri. Frábær mynd. Sönn saga glímudrottningarinnar Sar- ayu-Jade Bevis sem hóf atvinnuferil í glímu þrettán ára gömul og vann sig upp í bandarísku WWE-atvinnumanna- glímuna þar sem hún varð aðeins 21 árs að aldri yngsta konan til að vinna svokallaða Divas-glímukeppni. Frábær mynd með toppleikurum. Að synda eða sökkva er einstaklega skemmtileg og launfyndin gamanmynd um átta karla sem hafa hver um sig brennt ýmsar brýr að baki sér. Þeir fá aftur trú bæði á lífið og mátt sinn og megin þegar þeir byrja að æfa saman samhæftsundundirhandleiðslutveggja fyrrverandi afrekskvenna í íþróttinni. Snjallasti spæjari allra tíma, Sherlock Holmes, og hinn sauðtryggi aðstoðar- maður hans, læknirinn Watson, fá hér til úrlausnar morð sem ekki er búið að fremja og að sjálfsögðu er það prófessor Moriarty, erkióvinur Holmes, sem hefur fundið upp á þeim óskunda. Leysa þeir Sherlock og Watson gátuna í tíma? Susie Bannion er bandarískur dansari sem kemur til Berlínar til að sækja um danshlutverk hjá hinu virta dansstúdíói Helenu Markos. Þar heillar hún einn helsta danshöfund heims, Madame Blanc, upp úr skónum og áður en varir er hún orðin aðaldansari stúdíósins. En hér býr meira að baki en sýnist! Matty Burton er hnefaleikamaður sem á að baki farsælan feril en telur nú tíma til kominnaðhættaþarsemhannerkominn á aldur. Hann samþykkir að berjast í síðastasinnviðöfluganmótherjaþarsem miklir peningar eru í boði en fær þar á sig þungt högg sem á eftir að gjörbreyta lífi hans og fjölskyldu hans til frambúðar. Kvikmyndin Vice fjallar á gamansaman en flugbeittan hátt um Dick Cheney, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna í stjórn GeorgesW. Bush á árunum 2001 til 2009, en Cheney notaði áhrif sín og völd til að fara sínu fram og er margt af því sem hann gerði verulega umdeilt og verður það um ókomin ár. Nels Coxman er heiðursborgari smá- bæjarins Kehoe í Klettafjöllum og hefur um árabil þjónað bæði bæjarbúum og öðrum vegfarendum með því að halda vegum opnum með öflugum snjó- ruðningstækjum sem hann ræður yfir. Þegar lögreglan tilkynnir honum að sonur hans hafi fundist látinn breytist allt. Þegar barnlausu hjónin Pete og Ellie sjá auglýsingu frá ættleiðingastofnun ákveða þau að skoða málið. Sú ákvörðun á eftir að vinda upp á sig þegar „skoð- unarferðin“ leiðir til þess að þau verða skyndilega foreldrar þriggja systkina sem eiga erfiða reynslu að baki. Nú þurfa þau að standa sig í foreldrahlutverkinu! Það er óhætt að mæla með þessari eld- hressugamanmyndsemersprenghlægi- leg á löngum köflum og nálgast að vera hin besti farsi. Henni hefur verið lýst sem nokkurs konar Jane Austin-sögu eins og P. G. Wodehouse hefði skrifað hana og sennilega er það ein besta lýsingin sem hægt er að gefa á henni í stuttu máli. Terry er unglingspiltur sem hefur alist upp hjá ömmu sinni í London þar sem hún rekur skemmtigarð. Dag einn gerast þau undur að Terry er fyrir töfra fluttur yfir í ævintýraheim þar sem hann fær það verkefni að bjarga prinsessu og stöðva hinn göldrótta Grama sem hefur bannað alla hamingju í veröldinni. ÞegarSandrakemstaðþvíaðeiginmaður hennartil35árahefurátt íástarsambandi við vinkonu hennar pakkar hún niður í hvelli og flytur til systur sinnar sem býr í London. Ekki líður á löngu uns Sandra tekuraðáttasigáaðþaðerenginástæða til að leggja árar í bát heldur nota tækifærið til að lifa lífinu til fulls! Gamandrama Spennumynd Ævintýri/ofurhetjur Teiknimynd Sannsögulegt Drama/tónlist Gamanmynd Ævintýri Sannsögulegt Ævintýri/hasar Spenna/sakamál Gamandrama Drama Sannsögulegt Gamandrama Tryllir Gamandrama Teiknimynd Gamanmynd Instant Family Aquaman Cold Pursuit Spider-Man: Into the ... Endurkoma hetjunnar A Star Is Born Bohemian Rhapsody Mortal Engines Vice Dragged Across Concrete Journeyman Grami göldrótti Fighting with My Family Sink or Swim Holmes &Watson Suspiria Finding Your Feet The KidWhoWould Be King Mary Poppins er komin aftur, 55 árum eftir að samnefnd mynd um hana og Banks-fjölskylduna sló í gegn um allan heim. Í það skiptið var það Julie Andrews sem lék Mary en í þetta sinn er það Emily Blunt sem leikur þessa söngelsku, ramm- göldróttu og fljúgandi barnfóstru sem er úrræðagóð með afbrigðum. The Mule er nýjasta mynd Clints East- woodsemjafnframtleikurgarðyrkjufræð- inginn Earl Stone sem vegna fjárhags- vandræða tók upp á því á gamals aldri að smygla eiturlyfjum fyrir mexíkóskan eiturlyfjahring frá landamærum Banda- ríkjanna og Mexíkó til Michigan og Arizona. Frábær mynd í alla staði. Sannsögulegt Ævintýri Mary Poppins Returns The Mule The Favourite Komnar út og fáanlegar á sjónvarpsleigunum

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=