Myndir mánaðarins, júní 2019 - Leigan

6 Myndir mánaðarins Vatnsberinn 20. jan. - 18. feb. Tvíburarnir 21. maí - 21. júní Vogin 23. sept. - 23. okt. Það hefur ekki gengið neitt sérlega vel hjá þér að undanförnu, mjög sennilega vegna þess að þú hefur enga hug- mynd um hvað þú vilt gera. Kipptu því í liðinn og þá fer allt að ganga upp. Tvíburar semeiga afmæli í júní eiga von á góðu þegar þeir fá stóran pakka frá einhverjum sem elskar þá meira en orð fá lýst og er tilbúin(n) til að vaða eld og brennistein fyrir þá hvenær sem er. Þér hættir til að fara fram úr þér annað slagið sem er allt í lagi svo framarlega sem þú ert ekki á hraðbraut. Reyndu allt sem þú getur til að þurrka af þér þetta heimskulega glott fyrir helgina. Þig dreymir að þú sért að fara í fjall- göngu og ert svo allt í einu komin(n) til Nepal þar sem ungur maður og móðir hans bjóða þér í ódrekkandi te. Við vitum ekki hvað þessi draumur þýðir. Sporðdrekinn 24. okt. - 21. nóv. Bogmaðurinn 22. nóv. - 21. des. Þú vinnur margar milljónir í lottói júní, þökk sé þessari stjörnuspá sem lét þig vita að vinningsröðin innihéldi tölurn- ar 6, 17, 18, 30, 35 og 39. Ekkert að þakka og hafðu það ávallt sem best. Steingeitin 22. des. - 19. jan. Þér hefur ekki enn tekist að losna við þá óþægilegu tilfinningu að þú sért lítill, ódýr og einnota kveikjari sem er alveg að verða búinn með gasið. Próf- aðu að bretta ermarnar alveg upp. Krabbinn 22. júní - 22. júlí Fólk í ljónsmerkinu sem glímir við það sérkennilega vandamál að þola ekki þegar einhver skvettir á það köldu vatni þegar það er sofandi í sólbaði ætti að íhuga sín mál alvarlega. Ljónið 23. júlí - 22. ágúst Þér finnst þú umkringd(ur) af fíflum sem er eðlilegt þar sem fíflasprettan hefur verið nokkuð góð það sem af er sumri. Ákveddu að setja niður nokkrar kartöflur ásamt radísum og gulrótum. Meyjan 23. ágúst - 22. sept. Þú kaupir þér samgöngukort fyrir rúm- lega fimm þúsund krónur sem kemur sér vel næst þegar þig langar að hverfa eitthvað út í buskann. Láttu það eftir þér að fá þér vanilluís þegar sólin skín. Fiskarnir 19. feb. - 20. mars Þú ert óvenjumikið leitandi um þessar mundir sem bendir til að þú hafir annað hvort týnt lyklunum, símanum eða vegabréfinu. Áttaðu þig á að eng- inn er verri þótt hann villist í myrkri. Hrúturinn 21. mars - 19. apríl Það er dulrænn glampi á tilveru þinni um þessar mundir sem gæti bent til að þú eigir eftir að hitta nokkra álfa í mán- uðinum. Prófaðu að gefa þeim popp- korn og saltaðu það vel aukalega. Nautið 20. apríl - 20. maí Þig dreymir að þú sért að fara í fjall- göngu með einhverjum í sporðdreka- merkinu sem stingur síðan af til Nepal. Þú lætur þér fátt um finnast og ákveð- ur að fara til Grænhöfðaeyja í staðinn. Hvað eiga þau Morgan Freeman, Jonathan Pryce, Dana Carvey, Imogen Poots, Angelina Jolie, Bruce Dern, Mark Wahlberg, Paul Giamatti, Liam Neeson, Michael Cera, Julianne Margulies, Sonia Braga, Johnny Depp, Natalie Portman, Michael J. Fox, Gina Gershon, Elizabeth Hurley, Leelee Sobieski, Peter Dinklage, Shia LaBeouf, Hugh Laurie, Joshua Jackson, Dave Franco, Chris Evans, Aaron Johnson, Malcolm McDowell, Stellan Skarsgård, Tim Allen, Mary Kate og Ashley Olsen, Kodi-Smit McPhee, Yasmine Bleeth, Neil Patrick Harris, James Belushi, Helen Hunt, Courtney Cox, Ice Cube, Leah Remini, John Cho, Laurie Metcalf, Greg Kinnear, Thomas Haden Church, Jason Patrick, Isabella Rossellini, Zoe Saldana, Paul Dano, JeanDujardin, Gene Rowlands, Kathleen Turner, Nicole Kidman, Danny Aiello, John Goodman, Josh Lucas, Christopher Mintz-Plasse, Chris Pratt, Juliette Lewis, Meryl Streep, Frances McDormand, Selma Blair, Joel Edgerton, Peter Weller, Ricky Gervais, Jason Schwartzman, Tobey Maguire, Sam Claflin, John Cusack, Kathy Bates, Monica Potter, Vincent D’Onofrio, Robert Rodriguez, J.J. Abrams, Chris O’Donnell, Kate Upton, Paul Thomas Anderson, Joss Whedon, Paul McCartney og Donald Trump sameiginlegt? Jú, þau eiga öll afmæli í júní. Þann 23. júní verða liðin 30 ár frá því að mynd Tims Burton, Batman , var frumsýnd og sló tóninn fyrir komandi Batman- myndir þegar hún halaði inn rúmlega 411 milljónir dollara í kvikmyndahúsum heimsins, en sú aðsókn skilaði henni í annað sæti listans yfir aðsóknarmestu myndir ársins 1989, rétt á eftir Indiana Jones and the Last Crusade sem var frumsýnd í maí sama ár. Um leið sló Jack Nicholson tekjumet þegar ljóst varð að hann myndi fá um 60 milljónir dollara fyrir leik sinn í myndinni þar sem hann hafði samið um að fá, fyrir utan háa eingreiðslu, prósentur af söluhagnaðinum. Sennilega stendur það tekjumet leikara fyrir eina mynd enn í dag. Þá er sjálfsagt að geta þess að sama dag og Batman var frumsýnd í Bandaríkjunum var gamansmell- urinn Honey, I Shrunk the Kids eftir Joe Johnston einnig frumsýndur við miklar vinsældir sem skiluðu myndinni í sjöunda sæti yfir að- sóknarmestu myndir ársins 1989. Á meðal þeirra mynda sem eiga 50 ára frumsýningarafmæli í júní er vestrinn True Grit eftir Henry Hathaway sem var frumsýndur í Los Angeles 11. júní 1969. Myndin sló í gegn, fór þegar í flokk bestu vestra allra tíma að mati flestra gagnrýnenda og færði aðalleikaranum John Wayne bæði Óskars- og Golden Globe- verðlaunin 1970 fyrir besta leik í aðalhlutverki karla. Leikstjórinn M. Night Shyamalan heitir í raun Manoj Nelliyattu Shyamalan. Hann bætti við nafn- inu Night á menntaskólaárum sínum. Hann hefur látið hafa eftir sér í viðtölumað uppáhaldsmynd- ir hans séu Raiders of the Lost Ark , The Exorcist og Die Hard . John Goodman er eitt af afmælis- börnum júnímánaðar en hann verður 67 ára 20. júní. Hann og eiginkona hans, Annabeth Hartzog, fagna einnig 30 ára brúðkaupsafmæli sínu á þessu ári. Regina King, sem hlaut Óskars- verðlaunin í ár fyrir leik sinn í myndinni If Beale Street Could Talk (sjá um hana á bls. 12), hafði áður hlotið bæði Emmy- og Golden Globe-verðlaunin og er því í dag aðeins Tony-verðlaunum frá því að verða sautjándi leikarinn í sögu bandarísks skemmtiiðnað- ar til að hljóta EGOT-alslemmuna svokölluðu, þ.e. Emmy-, Golden Globe-, Óskars- og Tonyverð- launin. Vonandi tekst henni það! Stjörnuspá mánaðarins

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=