Myndir mánaðarins, júní 2019 - Leigan
8 Myndir mánaðarins Tónninn sem Peter Bogdanovich skapaði í þeirri mynd er fyrir mér hinn heilagi kaleikur kvik- myndagerðar, hvort sem er frá sjónarhóli áhorfandans eða kvik- myndagerðarmannsins. - M. Night Shyamalan að tala um myndina The Last Picture Show . Rauði dregillinn. Æ, ég veit það ekki ... og vil ekki hljóma vanþakklátur ... en ég er bara lítið fyrir að mæta á viðburði og finnst óþægileg sú athygli sem maður fær þannig. Konunni minni finnst þetta líka og við reynum að sleppa við svona hluti eins mikið og við getum. - James McAvoy, spurður hvað sé það versta við að vera leikari. Ef ég þyrfti að rétta einhverjum einhverja eina mynd sem sannaði að ég gæti leikið þá yrði það A Time to Kill . - Samuel L. Jackson. Ef þú átt ekki barn þá veistu ekki hvað skilyrðislaus ást er. Þú hefur a.m.k. ekki upplifað hana. - Regina King. Hvernig James Baldwin lýsti ástar- sambandi Tish and Fonnys hafði mikil áhrif á mig. Að fá að færa það upp á tjaldið varð draumur minn. - Barry Jenkins, að tala um mynd sína If Beale Street Could Talk sem er gerð eftir sögu James Baldwin. Hin sígilda saga er baráttan á milli þess góða og þess illa. En í raunveruleikanum er baráttan mun oftar á milli þess góða og þess góða. Og það er alveg sama hvor vinnur þá baráttu, við sitjum alltaf eftir með sárt ennið. - Asghar Farhadi. Mín fyrsta áheyrnarprufa var fyrir konuna sem varð svo umboðs- maður minn og er það enn. Ég var fjórtán ára. Hún útvegaði mér hlutverkið í Jamon, Jamon . Ef ég hefði ekki hitt hana þá hefði enginn heyrt um mig í dag. - Penélope Cruz, sem sló í gegn í Jamon, Jamon, sínu fyrstahlutverki. Það eina sem ég kann og get gert er að leika. Ég hef enga þekkingu á neinu öðru. - Javier Bardem . Já, ég geri margt sem fólki finnst óvenjulegt og skrítið. Ég elska t.d. rauðrófur, bara einar sér. Ef ég fer á salatbar þá klára ég fyrst allar rauðrófurnar. - Chris Pratt. Það er alveg sama um hvað efnið er og hvað verið er að tala um. Ef John Oliver blandar sér í umræðuna þá verður hún fyndin. Hann er uppáhaldsgrínstinn minn og hefur verið það lengi. - Alison Brie. Ef ég mætti velja þá vildi ég fá hlutverk í mynd eftir Martin Scorsese. Ég er tilbúinn að mála húsið hans aukalega ef hann bara ræður mig í vinnu. - Jonah Hill, um uppáhaldsleik- stjórann sinn. Það var mikil áskorun að leika Peter Parker. Hann er persóna sem áhorfendur þekkja og búast við að hagi sér á ákveðinn hátt þannig að það var ekkert rými fyrir mig til að skapa persónuna sjálfur. En á sama tíma vill leikari auðvitað eiga þátt í persónusköpuninni þannig að leikurinn verði ekki bara einhver eftirherma. Já, þetta var erfitt. - Andrew Garfield . Ég reyni að taka hverjum degi af æðruleysi og halda mig á jörðinni á meðan þetta gengur yfir. En þér að segja þá er ég alltaf að skapa sögur í laumi og vonandi tekst mér einhvern tíma að gera mína eigin mynd. Það er draumurinn. - Tom Holland, um framtíðina . Þegar ég sótti um hlutverk í Batman v Superman: Dawn of Justice þá hafði ég ekki hugmynd um að um væri að ræða hlutverk Wonder Woman. Við vorum sex eftir sem leikstjórinn var að skoða og engin okkar vissi þetta. - Gal Gadot, um það þegar hún frétti að hún hefði verið valin til að leika Wonder Woman. Ef maður lítur yfir sviðið þá er greinilegt að kynslóðin sem í dag er á milli tvítugs og þrítugs er ekki að geta af sér jafnmargar kvikmyndastjörnur og kynslóðirnar á undan þeim. Eldri stjörnur eiga sviðið. - Rupert Wyatt. Babe er sú mynd sem ég sé mest eftir að hafa ekki gert betur í. Hins vegar small allt saman hjá mér í The Big Lebowski . - John Goodman, um eftirsjána .
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=