Myndir mánaðarins, júlí 2019 - Bíó

14 Myndir mánaðarins Myndasyrpa Það fylgir starfi frægustu leikaranna að fylgja eftir myndunum sem þeir leika í, mæta á kynningar á þeim um allan heim og blanda geði við aðdáendur. Tom Holland lætur ekki sitt eftir liggja í þessum efnum og fór á dögunum í hringferð um Asíu þar sem hann var óspar á að uppfylla draummargra sem vildu fá sjálfu með honum. Hér tekur hann eina slíka. Eðalhjónin Annette Bening og Warren Beatty sem hafa verið gift í 27 ár og eiga fjögur börn saman mættu galvösk og brosandi á Tony-verðlauna- hátíðina sem haldin var í Radio City Music Hall í New York 9. júní, en á hana komast færri en vilja. Þriðja myndin um brúðuna Önnubelle og óendanlegan vilja hennar til að láta illt af sér leiða verður frumsýnd um það leyti sem þetta blað kemur út, en fyrstu dómar um hana hafa verið mjög góðir. Hér bregða þær Vera Farmiga og Annabelle á leik þegar myndin var forsýnd í Los Angeles á dögunum. Þeir Dave Bautista og Kumail Nanjiani mættu saman á MTV-kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunahátíðina 15. júní þar sem þeir voru fengnir til að afhenda ein af verðlaunum kvöldsins enda ættu þeir að vera farnir að þekkjast ágætlega eftir að hafa leikið saman í gamanmyndinni Stuber sem verður einmitt frumsýnd 10. júlí og er kynnt hér aftar í blaðinu. Þessi mynd er úr næstu Pixar-mynd sem til stendur að frumsýna í mars á næsta ári og heitir Onward . Hún segir frá ævintýrum álfabræðranna Barleys og Ians semhalda út í heimað leita að göldrumog tala með röddum þeirra Toms Holland og Chris Pratt. Þessa mynd birtum við hér til að minna á að það eru bara sjö ár síðan TheHunger Games var frumsýnd og gerði aðalleik- konuna Jennifer Lawrence að stjörnu. Bara sjö ár! Segið svo að tíminn líði hratt! Þeir Tom Hanks og Tim Allen, sem hafa talað fyrir þá Vidda og Bósa ljósár í enskri talsetningu Toy Story -myndanna, hittust enn á ný á dögunum í Disneylandi þar sem þeir spjölluðu við fréttakonu um myndirnar fjórar og ekki síður reynsluna af samvinnunni, en þeir hittust og kynntust fyrst þegar þeir unnu að fyrstu myndinni og hafa síðan verið perluvinir. Þetta bráðskemmtilega viðtal má finna á YouTube.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=