Myndir mánaðarins, júlí 2019 - Bíó
15 Myndir mánaðarins Myndasyrpa MTV-kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunin voru afhent 15. júní en á þeirri hátíð eru verðlaun veitt fyrir ýmislegt óvenjulegt eins og besta slaginn, besta kossinn og bestu hetjuna, svo eitthvað sé nefnt. Í fyrstnefnda flokknum, verðlaunin fyrir besta slaginn, hlaut Brie Larson poppkornsboxið fyrir frammistöðuna í Captain Marvel og hafði þá þegar ákveðið að taka með sér upp á svið þær Renae Moneymaker og Joönnu Bennett enda sagði hún þær verðskulda verðlaunin miklu fremur þar sem þær hefðu verið staðgenglar hennar í myndinni og framkvæmt áhættuatriðin, þar á meðal stærsta hluta slagsmálanna. Fyrsta ljósmyndin úr næstu mynd Stevens Spielberg sem leikstjóra, söngleiknum West Side Story , var birt í júní og sýnir aðalpersónurnar, þau Tony og Mariu ásamt hóp af vinum Tonys, og er uppstillingin sennilega nokkuð kunnugleg þeim sem þekkja vel til 1957-myndarinnar. Með hlutverk Tonys og Mariu fara Ansel Elgort og Rachel Zegler og verður myndin frumsýnd 18. desember 2020. Fyrir þá sem ekki vita þá er West Side Story -sagan eftir Arthur Laurents sem byggði hana aftur lauslega á Rómeóog Júlíu eftirWilliamShakespeare ogþað voru síðanþeir Leonard Bernstein og Stephen Sondheim sem sömdu tónlistina og lagatextana. Stjarna hinnar 22 ára gömlu Zendayu hefur risið hratt að undanförnu og á vafalaust eftir að fara hærra þegar Spider-Man: Homecoming verður frumsýnd 3. júlí og kannski enn hærra en það þegar næsta mynd Denis Villeneuve, Dune , kemur í bíó, en þar fer hún með hlutverk Chani. Það fór mjög vel á með þeim Ed Sheeran og Lily James þar sem þau hittust á forsýningu myndarinnar Yesterday í London á dögunum, en myndin verður frumsýnd 26. júní og er reiknað með að hún muni hljóta mikla aðsókn í kvikmyndahúsum heimsins langt fram í júlí. Keanu Reeves hefur lengi notið mikilla vin- sælda en sjaldan samt jafnmikilla og einmitt núna eftir frammistöðuna í JohnWick 3 . Eins og áður vekur hann ekki síður athygli fyrir að vera gersamlega laus við allt sem kalla má stjörnu- stæla og lætur sér frægðina í léttu rúmi liggja.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=