Myndir mánaðarins, júlí 2019 - Bíó

19 Myndir mánaðarins Spider-Man: Far from Home Veröldin hefur breyst Aðalhlutverk: Tom Holland, Zendaya, Jake Gyllenhaal, Samuel L. Jackson, Cobie Smulders, Jon Favreau, Marisa Tomei, Angourie Rice og Jacob Batalon Leikstjórn: Jon Watts Bíó: Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó, Sambíóin Álfabakka, Egilshöll og Keflavík, Borgarbíó, Selfossbíó, Skjaldborgarbíó, Ísafjarðarbíó og Bíóhöllin Akranesi 129 mín Frumsýnd 3. júlí l Sagan í myndinni gerist eftir atburðina í Avengers: Endgame og er það m.a. tekið fram í aðalstiklu hennar að bæði hún og svo að sjálf- sögðu myndin sjálf innihaldi söguspilla fyrir þá sem hafa ekki enn séð Endgame . Sjálfsagt eru þeir þó ekki margir sem eiga það eftir. l Leikstjóri myndarinnar, Jon Watts, leikstýrði einnig síðustu Spider- Man -mynd , Homecoming, og handritshöfundarnir eru einnig þeir sömu, þeir Erik Sommers og Chris McKenna. Skólaárið er á enda runnið og Peter Parker hlakkar til að fara í sumarfrí sem m.a. inniheldur skólaferð til Evrópu, þ. á m. til Feneyja og Lundúna. Til að byrja með vonast Peter til að geta hvílt kóngulóarbúninginn í ferðinni en það á eftir að breytast þegar Nick Fury birtist og fer fram á að hann aðstoði hinn dularfulla Quentin Beck, öðru nafni Mysterio, við að berjast á móti fjórum óvættum sem kallast Elementals og ráða yfir náttúrukröftunum sem kenndir eru við jörð, vatn, eld og vind. Það hlakka sjálfsagt margir aðdáendur Marvel-myndanna til að sjá Far From Home , ekki bara vegna átaka Peters og Quentins við frumkraftana fjóra, semhafa verið hluti af sagnaheimi Marvel allt frá árinu 1974 og tilheyra annarri vídd, heldur og vegna þess að látið hefur verið að því liggja að myndin slái tóninn í nýrri stefnu sem Marvel-sögurnar taka nú eftir að lykilpersónur úr fyrri sögunum eru horfnar á braut. Hver sú stefna er vitum við hér á Myndum mánað- arins ekki og bíðum eins og aðrir spennt eftir að sjá hvað gerist ... Það er Tom Holland sem leikur kóngulóarmanninn eins og hann gerði í síðustu Spider-Man -mynd, Homecoming , í Avengers -mynd- unum Infinity War og Endgame og í Captain America: Civil War . Spider-Man: Far from Home Ofurhetjur / Ævintýri Punktar .................................................... The Greatest Showman. Veistu svarið? Spider-Man: Far From Home er þriðja bíómyndin sem fyrirsætan, dansarinn, rithöfundurinn, tónlistar- konan og leikkonan Zendaya leikur í en hún lék eins og kunnugt er einnig í Spider-Man: Homecoming . En í hvaða mynd lék hún á milli þessara tveggja? Þau Angourie Rice, Jacob Batalon og Zendaya leika þrjá af nánustu vinum og skólafélögum Peters Parker, Betty, Ned og Michelle Jones. Jake Gyllenhaal leikur hinn öfluga en dularfulla Quentin Beck sem kallast einnig Mysterio eftir að hann er kominn í ofurbúninginn.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=