Myndir mánaðarins, júlí 2019 - Bíó
20 Myndir mánaðarins Stuber Spenntu beltið! Aðalhlutverk: Kumail Nanjiani, Dave Bautista, Karen Gillan, Steve Howey, Mira Sorvino, Iko Uwais, Natalie Morales og Jimmy Tatro Leikstjórn: Michael Dowse Bíó: Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó, Sambíóið Egilshöll og Borgarbíó Akureyri 105 mín Frumsýnd 10. júlí l Leikstjóri myndarinnar er Michael Dowse sem gerði m.a. Fubar - myndirnar tvær (2002 og 2010), It’s All Gone Pete Tong (2004), Take Me Home Tonight (2011), Goon (2011) og The FWord (2013), en allar eiga þær það sameiginlegt að hafa hlotið mjög góða dóma. l Karen Gillan leikur annað aðalkvenhlutverkið í myndinni, lög- reglufélaga Vics, en Karen og Dave Bautista ættu að þekkjast vel eftir að hafa leikið saman í Guardians of the Galaxy -myndunum og Avengers -myndunum Infinity War og Endgame þar sem Dave lék Drax og Karen lék örlagavaldinn Nebulu, dóttur Thanosar. Stu er sérlega kurteis, hæglátur og vandvirkur maður sem er einkar umhugað um að halda í fimm stjörnu-einkunnina sem hann hefur aflað sér sem Uber-leigubílstjóri. Þegar lögreglu- maðurinn Vic tekur bíl hans á leigu ógnar hann um leið öllu því sem Stu er kærast og setur líf hans algjörlega úr skorðum. Gamanmyndin Stuber eftir leikstjórann Michael Dowse kemur í bíó 10. júlí og ætti að kæta alla sem kunna að meta léttar myndir af þeirri tegund sem á ensku hafa verið kallaðar „buddy“-myndir. Þar hittast oftar en ekki fyrir tveir gjörólíkir karakterar sem í fyrstu virðast ekki eiga neitt sameiginlegt en eiga síðan eftir að ná saman áður en yfir lýkur. Það eiga þeir Stu og Vic líka áreiðanlega eftir að gera þrátt fyrir að samband þeirra byrji frekar illa þegar Vic dregur Stu út í eltingarleik við stórhættulegan morðingja að nafni Teijo. Ef það var eitthvað sem Stu vantaði ekki inn í líf sitt þá er það einmitt brjálaður morðingi, enda ógnar Teijo ekki bara heilsu hans og lífi heldur einnig vel bónaða bílnum og orðsporinu hjá Uber ... Hinn vandvirki Uber-bílstjóri Stu veit vart hvaðan á sig stendur veðrið þegar nýjasti kúnninn reynist vera lögreglumaðurinn Vic sem dregur hann með sér út í eltingarleik við stórhættulegan morðingja. Stuber Gamanmynd / Hasar Punktar .................................................... The Big Sick. Veistu svarið? Kumail Nanjiani hefur lengi notið vinsælda í Banda- ríkjunum fyrir uppistandsgrín auk leiks í vinsælum grínþáttum. Hann sló hins vegar í gegn alþjóðlega þegar hann skrifaði og lék í gamanmynd sem aflaði honum Óskarstilnefningar 2018. Hvaða mynd? Myndin gerist í Atlanta-borg í Georgíuríki og er óhætt að segja að Stu lendi í vandræðum með að komast heill í gegnum daginn.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=