Myndir mánaðarins, júlí 2019 - Bíó

22 Myndir mánaðarins The Lion King Konungur ljónanna Konungurinn snýr aftur Íslensk talsetning: Jóhann Sigurðarson, Orri Huginn Ágústsson, Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Gabríel Máni Kristjánsson, Íris Hólm Jónsdóttir, Þórunn Jenný Qingsu Guðmundsdóttir, Hannes Óli Ágústsson, Ævar Þór Benediktsson, Björgvin Franz Gíslason, Hjálmar Hjálmarsson og fleiri Leikstjórn: Rósa Guðný Þórsdóttir Bíó: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Akureyri og Keflavík, Laugarásbíó, Smárabíó, Bíóhúsið Selfossi, Ísafjarðarbíó, Eyjabíó, Bíóhöllin Akranesi, Skjaldborgarbíó og Króksbíó Frumsýnd 17. júlí Disney-teiknimyndin The Lion King , eða Konungur ljónanna , frá árinu 1994 er að margra mati ein besta teiknimynd sem gerð hefur verið enda sló hún áhorfsmet á sínum tíma. Þann 17. júlí verður frumsýnd hreint út sagt stórkostleg endurgerð þessarar myndar sem gefur töfrum og gæðum þeirrar fyrri ekkert eftir. Það þarf ekki að rekja söguþráð The Lion King fyrir neinum en þess ber þó að geta að í þessari nýju útgáfu er að finna mörg ný atriði og sjónarhorn í bland við öll meginatriði 1994-myndarinnar. Í henni gefur enn fremur að heyra nýjar lagasmíðar en líka fjögur af vin- sælustu lögunum úr fyrri myndinni, Can You Feel The Love Tonight , The Circle of Life , I Just Can’t Wait to Be King og Hakuna Matata . Auk þess sneru þeir Elton John ogTim Rice aftur til að semja nýtt lag fyrir myndina semþau Beyonce ogDonald Glover flytja undir lok hennar. Við viljumað sjálfsögðu hvetja allt kvikmyndaáhugafólk, bæði gamla aðdáendur 1994-myndarinnar svo og nýjar kynslóðir sem vaxið hafa úr grasi síðan þá, að missa ekki af þessu meistaraverki í bíó. The Lion King – Konungur ljónanna Teiknimynd l Myndin verður sýnd bæði með íslenskri talsetningu og enskri auk þess sem vonast er til að hægt verði að sýna hana með pólsku talsetningunni en það hafði ekki verið staðfest þegar blaðið fór í prentun. Í ensku útgáfunni eru það m.a. þau Donald Glover, Chiw- etel Ejiofor, James Earl Jones, Beyoncé, Seth Rogen, Keegan-Michael Key, Alfre Woodard, John Oliver, Billy Eichner og John Kani sem ljá helstu persónunum raddir sínar í leikstjórn Jons Favreau. l Þess má geta til gamans að Þorvaldur Davíð Kristjánsson sem talar fyrir Simba þegar hann er orðinn fullorðinn talaði einnig fyrir Simba í 1994-teiknimyndinni, en þá þegar Simbi var ungur. Punktar .................................................... Aldurstakmark og lengd ekki fyrirliggjandi fyrir prentun

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=