Myndir mánaðarins, júlí 2019 - Bíó
24 Myndir mánaðarins Anna Útlitið er ekki allt Aðalhlutverk: Sasha Luss, Helen Mirren, Luke Evans, Cillian Murphy, Lera Abova, Alexander Petrov, Nikita Pavlenko, Anna Krippa, Eric Godon og Ivan Franek Leikstjórn: Luc Besson Bíó: Sambíóin Álfa- bakka, Kringlunni, Egilshöll, Akureyri og Keflavík, Bíóhúsið Selfossi, Ísafjarðarbíó, Eyjabíó, Bíóhöllin Akranesi, Skjaldborgarbíó og Króksbíó 119 mín Frumsýnd 24. júlí l Hin rússneska Sasha Luss er fædd 6. júní 1992 og er því nýorðin 27 ára gömul. Hún hefur um árabil verið á meðal þekktustu og eftir- sóttustu fyrirsætna heims en hún var aðeins 13 ára að aldri þegar hún gerði sinn fyrsta fyrirsætusamning og hefur síðan unnið fyrir mörg af þekktustu tískuhúsum heims eins og t.d. Chanel, Dior, Valentino, Lanvin, Balmain, Oscar de la Renta, Max Mara, Tommy Hilfiger, LA Perla, Karl Lagerfeld, Moschino, Carolina Herrera og Moncler auk þess að vera tíður gestur á forsíðum tískublaða á Vest- urlöndum. Sasha lék smáhlutverk, hlutverk prinsessunnar Lïhio- Minaa, í síðustu mynd Lucs Besson, Valerian and the City of a Thous- and Planets og verður gaman að sjá hvernig hún stendur sig í aðalhlutverki þessarar myndar. Þess má get að Sasha, sem ætlaði sér að verða ballettdansari á sínum yngri árum, æfði austurlenska bardagatækni stíft í nokkra mánuði fyrir gerð þessarar myndar. Anna Poliatova er sannarlega ekki öll þar sem hún er séð því undir fögru yfirborðinu býr miskunnarlaus útsendari rúss- nesku leyniþjónustunnar sem drepur samkvæmt skipunum, hvort semermeðhefðbundnumvopnumeðaberumhöndum. Anna er nýjasta mynd Lucs Besson sem leikstjóra og handritshöf- undar og lofar góðu fyrir þá sem kunnu t.d. að meta næstsíðustu mynd hans, Lucy , þar sem bardagasenur og önnur hasaratriði voru í fyrirrúmi. Í þetta sinn segir hann okkur söguna af Önnu sem sýndi ung að árum fram á að hún bjó bæði yfir styrk og hæfileikum til að verða einn öflugasti útsendari rússnesku KGB-leyniþjónustunnar þegar fram liðu stundir. En hver var, og er enn, hennar eigin vilji? Í hlutverki hinnar stórhættulegu Önnu er rússneski dansarinn, fyrirsætan og núna nýstirni í leiklistarheiminum, Sasha Luss. Anna Spennumynd / Hasar Punktar .................................................... Nikita. Veistu svarið? Anna er enn ein af nokkrum myndum Lucs Besson þar sem nafn aðalpersónunnar er jafnframt heiti myndarinnar. Skemmst er að minnast næstsíðustu myndar hans, Lucy , og t.d. myndanna Léon , Angel-A , Colombiana og Joan of Arc , en hver var sú fyrsta?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=