Myndir mánaðarins, júlí 2019 - Leigan
15 Myndir mánaðarins Ömurleg brúðkaup 2 Þegar góð ráð verða dýr Aðalhlutverk: Christian Clavier, Chantal Lauby, Frédérique Bel, Julia Piaton, Émilie Caen, Élodie Fontan, Noom Diawara, Ary Abittan, Frédéric Chau og Pascal N’Zonzi Leikstjórn: Philippe de Chauveron Útgefandi: Myndform 99 mín 12. júlí l Fyrri myndin, Ömurleg brúðkaup , sló hressilega í gegn árið 2014. bæði í heimalandinu Frakklandi og alþjóðlega. Hér á landi var hún opnunarmynd Frönsku kvikmyndahátíðarinnar í janúar 2015 og var eftir hátíðina sýnd á almennum sýningum við miklar vinsældir. Þeir eru örugglega margir sem fagna nýju tækifæri til að kíkja í heimsókn til Verneuil-hjónanna Claudes og Marie sem skemmtu kvikmyndaáhugafólki í myndinni Ömurleg brúð- kaup ( Qu’est-ce qu’on a fait au Bon Dieu? ) árið 2015 með sínum góðhjörtuðu fordómum í garð tengdasona sinna ... og sjá hvaða áskorun bíður þeirra núna nokkrum árum seinna. Ömurleg brúðkaup var ein fyndnasta og skemmtilegasta mynd ársins 2015 og er alveg óhætt að lofa að þessi nýja mynd gefi henni lítið semekkert eftir í þeim lauflétta en oft beitta húmor semFrakkar eru hvað þekktastir fyrir. Í þetta sinn snúast vandamál Verneuil- hjónanna um að dætur hjónanna og eiginmenn þeirra eru að spá í að flytja frá Frakklandi og til upprunalands mannanna, þ.e. Alsírs, Kína, Ísraels og Fílabeinsstrandarinnar. Á þær hugmyndir geta þau Claude og Marie ekki fallist og ákveða að fara í róttækar aðgerðir til að sanna að Frakkland sé besta land í heimi til að búa í. Inn í málin blandast svo foreldrar eins tengdasonarins sem komnir eru til Frakklands til að vera viðstaddir brúðkaup systur hans og komast þá að því sér til mikillar skelfingar að hún er að fara að giftast konu ... Hjónin Claude og Marie Verneuil eru ekki fyrr búin að sætta sig við að dætur þeirra hafi gifst mönnum af öðrum uppruna en þær eru sjálfar af þegar nýr vandi skýtur upp kollinum sem þarfnast lausnar. Ömurleg brúðkaup 2 Gamanmynd Punktar .................................................... Jean Reno. Veistu svarið? Sá sem leikur Claude, Christian Clavier, er einn ástsælasti gamanleikari Frakka fyrr og síðar og sló fyrst alþjóðlega í gegn í myndinni Les visiteurs árið 1993 ásamt öðrum frönskum leikara sem lék aðalhlutverkið á móti honum. Hverjum? Dæturnar fjórar, Isabelle, Laure, Ségolène og Odile, reyna sem fyrr allt sem þær geta til að finna málamiðlanir sem allir geta sætt sig við. Tengdasynirnir fjórir eru hver frá sínu heimshorninu. VOD
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=