Myndir mánaðarins, júlí 2019 - Leigan
19 Myndir mánaðarins Alita: Battle Angel 18. júlí 108 mín Aðalhl.: Rosa Salazar, Jennifer Connelly og Christoph Waltz Leikstj.: Robert Rodriguez Útgefandi: Síminn og Vodafone VOD Ævintýri Þegar tæknifræðingurinn Ido finnur höfuð og búk vélmennis á ruslahaug ákveður hann að taka það með sér heim og reyna að kveikja á því á ný. Það tekst og eftir að hafa smíðað nýja útlimi á vélmennið nefnir Ido það Alitu. Í ljós kemur að Alita man ekki neitt úr fortíðinni eða hvaða hlutverki hún gegndi en uppgötvar fljótlega að hún býr yfir gríðarlega öflugri bar- dagatækni sem hún fær fljótlega ástæðu til að láta á reyna. Alita: Battle Angel er stórskemmtileg ævintýra-, spennu- og hasarmynd sem gerði það gott í kvikmyndahúsum síðastliðinn vetur enda var ekkert til sparað við gerð hennar, síst af öllu hvað tölvubrellurnar varðar sem eru áberandi tilkomumiklar ... Hvað er hún? Hvaðan kemur hún? James Cameron og Robert Rodriguez eru aðalmennirnir á bak við gerð myndarinnar. l Alita: Battle Angel , sækir efniviðinn í samnefnd manga-teiknimyndablöð japanska rithöfundarins Yukito Kis- hiro sem komu út á tíunda áratug síð- ustu aldar og nutu mikilla vinsælda. Í allt voru gefnar út níu sögur um Alitu og ævintýri hennar og var efnið í myndina sótt í fyrstu fjórar sögurnar. l Það eru þeir félagar James Cameron og Jon Landau ( Titanic , Avatar ) sem framleiða myndina og skrifaði James einnig handritið ásamt Laetu Kalo- gridis og leikstjóra myndarinnar, Robert Rodriguez ( Sin City , Machete ). Punktar .................................................................. HHHH - Playlist HHHH - IndieWire HHHH - L.A. Times HHHH - CineVue HHHH - IGN HHH 1/2 - N.Y. Magazine HHH 1/2 - Slate HHH 1/2 - F. Threat HHH - Guardian HHH - ReelViews HHH - Boston Globe HHH - Empire Naomi Watts sést hér mæta til leiks í spjallþátt Stephens Colbert, The Late Show , í New York 19. júní, en hún leikur aðalhlutverkið í tveimur myndum sem frumsýndar verða á næstunni í Bandaríkjunum, Luce og The Boss Level . Konunglegu hjónin Kate Middleton og William prins brostu líka sínu blíðasta þar sem þau voru mætt á Ascot-veðreiðarnar í bænum Ascot í Berkskíri 18. júní og létu sig ekki muna um að deila regnhlíf í votviðrinu sem þar gekk yfir. Samband þeirra Chris Pratt og Katherine Schwarzenegger virðist ganga ljómandi vel en þau hafa núna verið saman í heilt ár. Var þessari mynd smellt af parinu 17. júní þar sem þau voru mjög sennilega á leið í ræktina.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=