Myndir mánaðarins, júlí 2019 - Leigan

20 Myndir mánaðarins Teiknimyndirnar um kóalabjörninn Billa Blikk og félaga eru byggðar á bókum eftir nýsjá- lenska rithöfundinn Dorothy Wall, en þær komu út á árunum 1933 til 1937 og hafa allar götur síðan notið vinsælda víða um heim. Fyrstu teiknimyndirnar um Billa Blikk voru gerðar upp úr 1990 og leiddu til tölvuteiknaðrar bíó- myndar sem var frumsýnd 2017. Í kjölfarið var gerð ný teiknimyndaröð um Billa og vini og ævintýri þeirra og kom fyrsti hluti hennar út á sjónvarpsleigunum 15. mars og annar hlutinn 10. maí. Og nú er komið að þriðja hlutanum 19. júlí. Barnaefni Ævintýri í Ástralíu 19. júlí Teiknimyndir með íslensku tali um Billa Blikk og hina eldhressu félaga hans Útgefandi: Myndform 96 mín VOD Blaze – Billi Blikk 19. júlí 129 mín Aðalhl.: Ben Dickey, Alia Shawkat og Charlie Sexton Leikstjórn: Ethan Hawke Útgefandi: Myndform VOD Sannsögulegt TónlistarmaðurinnMichael David Fuller, betur þekktur undir sviðsnafni sínu Blaze Foley, lést langt um aldur fram árið 1989 þegar hann var skotinn til bana 39 ára gamall. Hér fangar Ethan Hawke sögu hans í sinni þriðju mynd sem leikstjóri og þykir mörgum hún vera á meðal bestu mynda ársins 2018. Michael, sem var reyndar ætíð kallaður Blaze eftir að hann byrjaði að koma fram sem sólólistamaður í Austin í Texas, þótti afar sérstæður maður sem um leið var eins og fæddur til að spila og syngja kántrítónlist. Eftir að hafa alist upp í söngelskri fjölskyldu og kvænst ástinni í lífi sínu, Sybil, lagði hann ásamt henni land undir fót með gítarinn og var fljótur að skapa sér nafn á meðal helstu kántrí- tónlistarmanna í Bandaríkjunum. Þetta er hrífandi mynd sem allir ættu að sjá. Ástarævintýri um tónlist Ben Dickey og Alia Shawkat leika aðal- hlutverkin í Blaze , hjónin Michael David „Blaze“ Fuller og Sybil Fuller Rosen. l Blaze hefur hlotið afar góða dóma ogmörg verðlaun og viðurkenningar. Hún var m.a. tilnefnd til dómnefndar- verðlaunanna á Sundance-hátíðinni í fyrra flokki dramamynda og Ben Dickey hlaut verðlaunin í þeim sama flokk fyrir besta leik í aðalhlutverki. l Ethan Hawke skrifaði handritið eftir minningarbók eiginkonu Blaze, Sybil, og í samvinnu við hana, en hún leikur einnig sína eigin móður í myndinni. l Myndin er að mestu tekin upp á þeim slóðum þar sem Blaze gerði garðinn frægan á sínum tíma. Punktar .................................................................. HHHHH - Observer HHHH 1/2 - N.Y. Times HHHH 1/2 - Chicago Sun-Times HHHH - E. Weekly HHHH - Rolling Stone HHHH - Hollywood Reporter

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=