Myndir mánaðarins, júlí 2019 - Leigan
21 Myndir mánaðarins Kursk 19. júlí 117 mín Aðalhlutv.: Matthias Schoenaerts, Léa Seydoux og Colin Firth Leikstjórn: Thomas Vinterberg Útgefandi: Myndform VOD Sannsögulegt Þann 12. ágúst árið 2000 varð gríðarleg sprenging í rússneska kjarnorku- kafbátnum Kursk þar sem hann tók þátt í flotaæfingu Rússa á Barentshafi með þeim afleiðingum að hann sökk til botns á rúmum tveimur mínútum. Það semgerðist næst varð að einhverjumesta hneyksli hernaðarsögunnar. Það þekkja sjálfsagt margir atburðarásina sem fór í gang eftir sprenginguna, eða réttara sagt sprengingarnar þrjár sem urðu með skömmu millibili í Kursk en þær voru svo öflugar að þær komu víða fram á jarðskjáftamælum. En af tillitssemi við þá sem þekkja ekki söguna og ætla að sjá myndina þá förum við ekki nánar út í hana. Rétt er þó að geta þess að myndinni er ekki ætlað að vera heimild um það semgerðist heldur lýsir hún frekar viðbrögðumog upplifun þeirra voru á staðnum. Kapphlaup við tímann Matthias Schoenaerts leikur einn af þeim sem voru um borð í Kursk þegar hann sökk. l Kursk er ellefta bíómynd danska leik- stjórans Thomasar Vinterberg en þrjár þær síðustu voru Kollektivet , Far from the Madding Crowd og Jagten . l Handritið, sem er eftir Robert Rodat ( Saving Private Ryan , The Patriot ), er byggt á bókinni A Time to Die eftir Robert Moore sem kom út árið 2002. l Kursk er síðasta myndin semMichael Nyqvist lék í en hann var langt leiddur í veikindum sínum þegar hann lék í atriðum sínum í myndinni og lést skömmu síðar, eða 27. júní 2017. Punktar .................................................................. HHHH - TheGuardian HHH - Los Angeles Times HHH - NewYork Times HHH - CineVue HHH - The Hollywood Reporter HHH - Screen Intl. Þær Jessica Alba og Gabrielle Union voru á meðal heiðursgesta á 59. kvikmynda- og sjónvarpshátíðinni í Monte Carlo þar sem þær fluttu skemmtilega ræðu við opnunina 14. júní og skörtuðu að sjálfsögðu sínu fínasta. Sama dag, 14. júní, voru hjónin Joe Manganiello og Sofia Vergara hins vegar stödd nánast hinum megin á hnettinum, nánar tiltekið á kvikmynda- og súkkulaðihátíð Hawaii-eyja sem að þessu sinni var haldin í bænumWaiela á eyjunni Maui. Shailene Woodley, semm.a. hefur gert það gott að undanförnu í sjónvarpsþáttunum Big Little Lies , mætti eins og sést í sínu fínasta og með risastórt bindi í viðtal í frétta- og spjall- þáttinn Good Morning America 11. júní.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=