Myndir mánaðarins, júlí 2019 - Leigan
25 Myndir mánaðarins Maze – Love at First Bark 26. júlí 92 mín Aðalhlutverk: Tom Vaughan-Lawlor, Barry Ward og Martin McCann Leikstjórn: Stephen Burke Útgefandi: Myndform VOD Sannsögulegt Þann 25. september 1983 tókst 38 föngum sem dvöldu í Maze-öryggis- fangelsinu á Norður-Írlandi að sleppa úr haldi og flýja. Þetta er fjöl- mennasti fangaflótti sem átt hefur sér stað í Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar og í þessari vönduðu mynd er farið yfir hvað gerðist. Maze-öryggisfangelsið var þannig byggt að ekki átti að vera hægt að flýja úr því. Þangað voru sendir karlar sem dæmdir höfðu verið fyrir valdbeitingu og vopnaburð en áttu það líka sameiginlegt að vera taldir hliðhollir hryðjuverkaarmi IRA og til alls vísir í þeim efnum. Það varð því heldur betur uppi fótur og fit þegar 38 þeirra tókst að flýja og í gang fór einhver umfangsmesta aðgerð í sögu breskra lögregluyfirvalda við að hafa hendur í hári þeirra á ný. Um leið olli málið miklum titringi í stjórnmálum Bretlandseyja því yfirmenn fangelsisins skelltu skuldinni á nokkra breska stjórnmálamenn og sögðu að afskipti þeirra af innanhússmálum fangelsisins og tengsl við fangana hefðu lagt grunninn að flóttamöguleikanum ... Flóttinn mikli Barry Ward og Tom Vaughn-Lawlor leika tvö af stærstu hlutverkum myndarinnar. 26. júlí 84 mín Aðalhlutverk: Jana Kramer, Kevin McGarry og Anna Van Hooft Leikstjórn: Mike Rohl Útgefandi: Myndform VOD Rómantík Innanhússhönnuðurinn Julia Galvins hefur enga reynslu af hundahaldi en ákveður samt að taka að sér heimilislausan hund sem hún sér á hunda- sýningu og fellur fyrir. En reynsluleysið segir fljótlega til sín og til að bjarga málunum ákveður hún að leita til hundaþjálfarans Owens Michaels. Love at First Bark er ein af þessum léttu, rómantísku „feel good“-myndum frá Hall- mark semgerast oftar en ekki í hinumfullkomna heimi. Því er ekki aðneita aðþegar þau Julia og hundaþjálfarinn Owen hittast í fyrsta skipti byrjar nánast samstundis að neista á milli þeirra enda eru þau bæði á lausu. Það er hins vegar ekki fyrr en Julia tekur að sér að hanna nokkurs konar hundasnyrtistofu og tilheyrandi aðstöðu fyrir hunda að hlutirnir fara að gerast því til að allt verði örugglega vel gert ákveður hún á ný að leita til Owens. Þar með upphefst ástarævintýri á milli þeirra þar sem þau komast þau að því að þau eigamunmeira sameiginlegt en áhuga á hundum ... Þegar allt gengur upp ... Jana Kramer og Kevin McGarry leika aðalhlutverkin í myndinni, þau Juliu og Owen.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=