Myndir mánaðarins, júlí 2019 - Leigan

26 Myndir mánaðarins Heimildarmynd 29. júlí Höfundur: Peter Jackson Útgefandi: Síminn og Vodafone 99 mín VOD Einstök heimildarmynd eftir Peter Jackson þar sem kvikmynda- og hljóð- efni úr fyrri heimsstyrjöldinni hefur verið endurunnið, talsett og litað. They Shall Not GrowOld er meira en heimildarmynd um fyrri heimsstyrjöldina því í henni eru áhorfendur hreinlega fluttir rúmlega 100 ár aftur í tímann þar sem þeim gefst kostur á að upplifa aðstæður hermannanna í þessari hroðalegu styrjöld sem kostaði a.m.k. 38 milljónir manna lífið á fjórum árum. Myndefni sem áður var svarthvítt og þögult hefur verið litað og hljóðsett auk þess sem hægt hefur verið á hraðanumþannig að allar hreyfingar eru orðnar eðlilegar. Mynd semsvíkur engan! Fyrri heimsstyrjöldin í nýju ljósi – og lit Það er engin leið að lýsa upplifuninni af þessari mynd í orðum. Sjáið hana bara. l Myndin hefur hlotið frábæra dóma gagnrýnenda og er með meðaleink- unnina 9,1 á Metacritic og 8,4 á Imdb. l Peter Jackson og teymi hans fékk fullan aðgang að öllu því efni sem nokkur kostur var að komast yfir í Bretlandi og víðar úr fyrri heims- styrjöldinni og lét Peter m.a. hafa eftir sér að hann og teymið hafi eytt ári í að skoða þetta efni áður en hafist var handa við gerð sjálfrar myndarinnar. l Ef ein mynd á ári væri útnefnd til skylduáhorfs fyrir 16 ára og eldri þá væri þessi mynd verðugur kandídat. Punktar .................................................................. HHHHH - Washington Post HHHHH - Guardian HHHHH - Observer HHHHH - RogerEbert.com HHHHH - CineVue HHHHH - The Telegraph HHHH 1/2 - Rolling Stone HHHH 1/2 - L.A. Times HHHH 1/2 - Screen Intl. HHHH 1/2 - Variety HHHH - Empire HHHH - The Hollywood Reporter They Shall Not Grow Old Leikarinn Pete Davidson sendi ljósmyndaranum friðarmerki þar sem hann var staddur á Staten- eyju í New York 17. júní að leika í næstu mynd Judds Apatov. Ekki er komið heiti á myndina en þetta verður örugglega rómantísk gamanmynd. Jessica Biel vakti talsverða athygli í júní vegna afstöðu sinnar til bólusetninga sem hún sagði reyndar að hefði verið misskilin því hún væri alls ekki á móti þeim eins og orð hennar voru túlkuð. Þessi mynd af henni var tekin 10. júní. Selena Gomez var ein hinna frægu semmættu á Big Slick-fjáröflunarhátíðina í Kansas helgina 7.-8. júní þar semm.a. var keppt í hafnabolta og rann allur ágóði af seldummiðum í styrkt- arsjóð Mercy-barnaspítalans í Kansasborg.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=