Myndir mánaðarins, ágúst 2019- Bíó
11 Myndir mánaðarins The Kitchen Gerðu það sem gera þarf Aðalhlutverk: Melissa McCarthy, Tiffany Haddish, Elisabeth Moss, Domhnall Gleeson, Margo Martindale, Common, Bill Camp og James Badge Dale Leikstjórn: Andrea Berloff Bíó: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Akureyri og Keflavík, Bíóhúsið Selfossi, Ísafjarðarbíó og Eyjabíó 90 mín Frumsýnd 8. ágúst l Sagan dregur nafn sitt af hverfi á vesturhluta-Manhattan sem löng- um hefur verið kallað Hell’s Kitchen (einnig Clinton) og markast af 34. stræti í suðri, 59. stræti í norðri, Áttundu breiðgötu í austri og Hudson-á í vestri. Hverfið var alræmt fyrr á árumþegar Írskir innflytj- endur voru þar í miklummeirihluta og írska mafían réð þar ríkjum. Þær Claire, Ruby og Kathy búa í hinu alræmda Hell’s Kitchen- hverfi í New York og eru giftar gangsterum sem vinna fyrir írsku mafíuna. Þegar eiginmenn þeirra eru nappaðir af alríkis- lögreglunni og sendir í fangelsi ákveða konurnar að taka við vinnu þeirra og sanna fljótlega að þær eru engir eftirbátar þeirra í að innheimta reikninga og halda samkeppni í skefjum! TheKitchen ermyndsemmargirbíðaeftirogættuþeirhinirsömuekki að hafa orðið fyrir vonbrigðum með fyrstu stikluna úr henni sem er frábær og lofar góðu. Myndin er ekki síður áhugaverð fyrir þær sakir að í hlutverkum kvennanna þriggja sem reynast einstaklega harðar í horn að taka þegar þær sinna „viðskiptum“ eiginmanna sinna fara leikkonur sem hafa hingað til verið mun þekktari fyrir gamanleik en alvarlegri hlutverk þótt þær hafi vissulega sýnt að þær séu færar í allan sjó þegar karaktersköpun er annars vegar. The Kitchen er mynd sem gæti hæglega komið kvikmyndaheiminum hressilega á óvart. Eiginkonurnar þrjár, Claire, Ruby og Kathy, sem taka völdin í sínar hendur á meðan eiginmenn þeirra sitja á bak við lás og slá eru leiknar af Elisabeth Moss, Tiffany Haddish og Melissu McCarthy. The Kitchen Spenna / Glæpasaga Punktar .................................................... F. Gary Gray. Veistu svarið? The Kitchen er fyrsta leikstjórnarverkefni Andreu Berloff en hún skrifaði m.a. handrit myndanna Sleep- less , World Trade Center , Blood Father og Straight Outta Compton sem færði henni tilnefningu til Ósk- arsverðlauna. Hver leikstýrði Straight OuttaCompton ? Við gerð myndarinnar var lögð rík áhersla á að endurskapa umhverfið í Hell’s Kitchen eins og það var árið 1978. Myndin er byggð á samnefndum teiknimyndasögum eftir Ollie Masters og Ming Doyle sem komið hafa út undir merkjumVertigo (sem er undir regnhlíf DC Comics) síðan í ársbyrjun 2015. Þess má geta að aðrar þekktar myndir sem gerðar hafa verið eftir Vertigo-útgáfum eru m.a. Constantine , A History of Violence , V for Vendetta og The Fountain .
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=