Myndir mánaðarins, ágúst 2019- Bíó
16 Myndir mánaðarins Dora and the Lost City of Gold Alltaf viðbúin! Aðalhlutverk: Isabela Moner, Eugenio Derbez, Michael Peña, Eva Longoria, Danny Trejo, JeffWahlberg, Benicio del Toro, Nicholas Coombe, Temuera Morrison og Madeleine Madden Leikstjórn: James Bobin Bíó: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Akureyri og Keflavík, Bíóhúsið Selfossi, Ísafjarðarbíó og Eyjabíó 102 mín Frumsýnd 23. ágúst l Isabela Moner var ekki alveg ókunnug ævintýraheimi Dóru land- könnuðar þegar hún var valin til að fara með hlutverk hennar í þessari mynd því hún talaði fyrir Kötu, vinkonu Dóru, í teikni- myndaseríunni sem gerð var og sýnd á árunum 2014–2015. l Leikstjóri myndarinnar er James Bobin, en hann á að baki tvær síðustu myndirnar um Prúðuleikarana, þ.e. The Muppet Movie og Muppets Most Wanted , og myndina Alice Through the Looking Glass . l Þeir Danny Trejo og Benicio Del Toro tala fyrir tvær af teiknuðu persónunum myndarinnar, þ.e. Danny fyrir apann hennar Dóru, Klossa, og Benicio del Toro fyrir slóttugan ref sem nefnist Swiper. Eftir aðhafa alist aðmestuupp í frumskóginumþarf Dóranú að setjast á skólabekk í borginni á meðan foreldrar hennar leggja upp í langferð í leit að fornri borg semsögð er hafa verið byggð úr gulli. Þegar Dóra kemst svo að því að foreldrar hennar hafa ratað í bráða lífshættu og þarfnast hjálpar kemur auðvitað ekkert annað til greina en að leggja af stað og finna þá. Það þekkja flestir teiknimyndaseríuna um Dóru landkönnuð sem hófu göngu sína árið 2000 og hefur notið ómældra vinsælda allar götur síðan um allan heim. Í þáttunum ferðaðist Dóra um Jörðina ásamt foreldrum sínumog lenti í ýmsumævintýrum ásamt apanum sínum, Klossa, og frænda sínum og besta vini Díegó. Nú hafa ævin- týri þeirra verið uppfærð í heila bíómynd þar sem fjörið og grínið ræður ríkjum og sem fyrr kemur það að mestu í hlut Dóru að bjarga málunum áður en það er of seint – á sinn hugvitsamlega hátt ... Isabela Moner leikur hina úrræðagóðu og snjöllu Dóru. Dora and the Lost City of Gold Ævintýri / Fjölskyldumynd Punktar .................................................... Instant Family. Veistu svarið? Isabela Moner, sem varð 18 ára 10. júlí, lék í sinni fyrstu bíómynd, The House That Jack Built , aðeins 11 ára að aldri. Síðan hefur hún t.d. leikið í Transformers: The Last Knight og Sicario: Day of the Soldado en í hvaða bíómynd lék hún síðast? Hér sjást þau Eugenio Derbez, Nicholas Coombe, JeffWahlberg, Madeleine Madden og Isabela Moner í einu atriði myndarinnar. Dóra ásamt foreldrum sínum sem Eva Longoria og Michael Peña leika.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=