Myndir mánaðarins, ágúst 2019- Bíó
17 Myndir mánaðarins Blinded by the Light Alveg eins og Bruce Aðalhlutverk: Viveik Kalra, Kulvinder Ghir, Meera Ganatra, Hayley Atwell, Rob Brydon, Nell Williams, Dean-Charles Chapman, Aaron Phagura, Meera Ganatra, Jonno Davies og Sally Phillips Leikstjórn: Gurinder Chadha Bíó: Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri 117 mín Frumsýnd 30. ágúst l Blinded by the Light er að stórum hluta byggð á endurminningum blaðamannsins Sarfraz Manzoor, Bury Park: Race, Religion and Rock N’ Roll og skrifaði Safraz handritið sjálfur í samvinnu við leikstjórann Gurinder Chadha og bandaríska rithöfundinn Paul Mayeda Berges. l Myndin sækir heiti sitt í samnefnt lag Bruce Springsteen sem kom út á fyrstu sólóplötu hans, Greetings fromAsbury Park, N.J. árið 1973, og varð svo vinsælt í flutningi bresku sveitarinnar Manfred Mann's Earth Band sem kom því í fyrsta sæti Billboard-listans árið 1977. Javed er breskur táningur af pakistönskum ættum sem er fæddur og uppalinn í Luton í Bretlandi. Hann dundar sér við að semja ljóð og þegar hann uppgötvar lög og texta Bruce Springsteen finnur hann svo mikinn samhljóm með þeim og sínu eigin lífi í Luton að hann einsetur sér að heimsækja heimabæ Bruce í New Jersey, þvert á vilja foreldra sinna. Blinded by the Light er nýjasta mynd bresk-kenísku leikstýrunnar Gurinder Chadha sem er einna þekktust fyrir snilldarmyndina Bend It Like Beckham frá árinu 2002, en sú mynd var tilnefnd til Golden Globe-verðlaunanna sem besta mynd ársins og átti stóran þátt í því að Keira Knightley var valin til að fara með hlutverk Elizabethar Swann í Pirates of the Caribbean -myndunum. Hér segir hún okkur hliðstæða sögu sem er full af húmor og skemmtilegheitum þrátt fyrir alvarlegan undirtón semmarkast af erfiðum aðstæðum Javeds og fordómunum sem hann hefur mætt í uppvexti sínum, bæði vegna upprunalands síns og vegna þess að hann er múslimi ... Viveik Kalra leikur hin breska Javed sem semur ljóð í frístundum sínum og kolfellur síðan fyrir tónlist og textum Bruce Springsteen. Blinded by the Light Gamanmynd Punktar .................................................... Tunnel of Love. Veistu svarið? Blinded by the Light gerist árið 1987 þegar Bruce Springsteen gaf út sína áttundu sólóplötu, en hann hafði þá síðast sent frá sér plötuna Born in the U.S.A. sem kom út 1984. En hvað hét platan sem hann gaf út árið 1987? Blinded by the Light hefur fengið afar góða dóma gagnrýnenda og flokkast til„feel-good“-mynda eins og þær gerast hvað bestar.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=