Myndir mánaðarins, ágúst 2019- Bíó

18 Myndir mánaðarins A Dog’s Journey Vináttan er eilíf Aðalhlutverk: Josh Gad, Dennis Quaid, Marg Helgenberger, Betty Gilpin, Kathryn Prescott, Abby Ryder Fortson, Henry Lau, Johnny Galecki og Jake Manley Leikstjórn: Gail Mancuso Bíó: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Akureyri og Keflavík, Bíóhúsið Selfossi, Ísafjarðarbíó og Eyjabíó 109 mín Frumsýnd 30. ágúst l Rétt eins og í fyrri myndinni er það höfundurinn sjálfur, William Bruce Cameron, sem skrifar handritið en í þetta sinn er það Gail Mancuso sem leikstýrir en hún á langan feril að baki sem leikstjóri sjónvarpsþátta og leikstýrði m.a. mörgum þáttum af Friends , Ellen , Becker , Gilmore Girls , Scrubs , 30 Rock og Modern Family . ADog’s Journey er nýmynd umhundinn Bailey semvið kynnt- umst í myndinni A Dog’s Purpose , en hún var frumsýnd árið 2017 og bræddi hjörtu margra, ekki síst hunda- og dýravina. A Dog's Journey var byggð á samnefndri metsölu- og verðlaunabók bandaríska rithöfundarins Williams Bruce Cameron sem kom út 2010 og sat í 19 vikur á metsölulista NewYork Times. Framhaldið, A Dog’s Journey semþessimynder gerðeftir, komsvoút 2012oggerist um ári eftir að fyrri sögunni lauk. Við förum hér aftur í heimsókn til Ethans, eiganda Baileys, og eiginkonu hans, Hönnu, sem nú búa með ekkju sonar síns, Gloriu, og dóttur hennar, Kathryn. Ólíkt tengdaforeldrum sínum og dóttur er Gloriu ekki vel við hunda og ákveður að flytja burt, þeim Ethan og Hönnu til mikillar mæðu og ekki bætir úr skák að Gloria lætur í veðri vaka að þaumuni ekki fá að hitta Kathryn á ný. Þegar Bailey veikist af ólæknandi sjúkdómi biður Ethan hann um að koma aftur í öðrum hundalíkama eins og hann hefur alltaf gert, en í þetta sinn til að passa Kathryn í uppvextinum. Við því á Bailey eftir að verða og þar með hefst ævintýrið á ný með öllumþeimhúmor og hlýju sem fylgir sambandi manna og hunda ... Dennis Quaid og Marg Helgenberger leika hjónin Ethan og Hönnuh. A Dog’s Journey Gamandrama / Ævintýri Punktar .................................................... Lasse Hallström. Veistu svarið? Eins og framkemur hér í kynningunni er þessi mynd framhald myndarinnar A Dog’s Purpose sem var frumsýnd fyrir rúmlega tveimur árum og gerði það gott í kvikmyndahúsum enda ákaflega skemmtileg og góð saga. Hver leikstýrði þeirri mynd? Myndin spannar öll uppvaxtarár CJ, barnabarns Ethans og Hönnuh, og er leikin af Kathryn Prescott á unglingsárunum. Hún er hér með Henry Lau sem leikur tilvonandi kærasta hennar og síðar eiginmann, Trent.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=