Myndir mánaðarins, ágúst 2019- Bíó

6 Myndir mánaðarins Sjáumst í bíó! Það er óhætt að segja að júlímánuður hafi verið gjöfull á góðar og fjölbreyttar myndir í bíóhúsum landsins og þegar þetta blað kemur út á meira að segja eftir að frumsýna eina mynd úr júlídagskránni sem búist er við að eigi eftir að njóta mikilla vinsælda. Við erum að sjálfsögðu að tala um Fast & Furious -myndina Hobbs & Shaw sem frumsýnd verður 31. júlí. Hún gerist um tveimur árum eftir atburðina í síðustu Fast & Furious -mynd og segir frá því þegar erkióvinirnir Luke Hobbs (Dwayne Johnson) og Deckard Shaw (Jason Statham) þurfa að leggja persónulega óvild sína hvors í annars garð til hliðar og snúa þess í stað bökum saman í baráttu við sameiginlegan óvin, og reyndar óvin alls mannkyns, hinn gríðaröfluga Brixton Lore (Idris Elba). Reikna má með miklum has- ar og mörgum áhættuatriðum, en líka ómældu gríni því þótt þeir Hobbs og Shaw neyðist til að vinna saman nota þeir hvert tækifæri sem gefst til að klekkja hvor á öðrum. Við sjáum hvernig það fer! Grínhasarinn Hobbs & Shaw sem er eins og allir vita hliðar- mynd úr Fast & Furious -seríunni verður frumsýndur 31. júlí. Sam Neill leikur Colin í Rams , sama hlutverk og Sigurður Sigurjónsson lék í upprunalegu útgáfunni (Gumma) og ... Hrútar endurgerð Önnur forsíðumynd blaðsins að þessu sinni er íslenska myndin Héraðið eftir leikstjórann Grím Hákonarson sem einnig skrifaði handritið, en þrjú ár eru liðin síðan hann sendi frá sér hina frábæru mynd Hrúta sem sópaði til sín verðlaunum víða um heim, þ. á m. hér á landi þegar hún hlaut ellefu Edduverðlaun af þrettán til- nefningum. Það er því skemmtilegt að segja frá því að í september stendur til að frumsýna í Ástralíu þarlenda endurgerð Hrúta sem nefnist að sjálfsögðu Rams og er með þeim Sam Neill og Michael Caton í hlutverkum bræðranna tveggja sem hafa ekki talast við í 40 ár þrátt fyrir að vera nágrannar. Með hlutverk Kat, sama hlutverk og Charlotte Bøving fór með í frummyndinni, fer Miranda Richardson og um leikstjórnina sá Jeremy Sims sem hlaut m.a. Áströlsku kvikmyndaverðlaunin árið 2015 fyrir handrit sitt að myndinni Last Cab to Darwin sem jafnframt var til- nefnd sem besta ástralska mynd ársins. Það eru því engir aukvisar sem standa að gerð myndarinnar og verður gaman að sjá hana þegar hún rekur á fjörur okkar hér á Íslandi, hvenær sem það nú verður. Þess má einnig geta til gamans að til stendur að gera suður- kóreska útgáfu af Hrútum og má vænta frekari upplýsinga um þá endurgerð í haust. Kíkið á kynninguna á Héraðinu á bls. 12. Bíófréttir – Væntanlegt ... það er Michael Caton sem leikur bróður hans, Les, sem Theodór Júlíusson lék á íslensku og hét þá Kiddi. Eins og sjá má á hliðinu stendur Grímurson á því og grunar okkur að það sé til heiðurs höfundi sögunnar, leikstjóranum Grími Hákonarsyni.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=