Myndir mánaðarins, ágúst 2019- Bíó
8 Myndir mánaðarins Downton Abbey í bíó Bresku sjónvarpsþættirnir um Crawley-fjöl- skylduna og alla þá sem henni tengjast eru á meðal vinsælustu sjónvarpsþátta síðustu ára, enda bæði frábærlega vel gerðir og leiknir og ættu fjölmargir aðdáendur þeirra því að gleðjast þegar bíómynd byggð á þessum þáttum, sem runnu sitt skeið á enda árið 2015, kemur í bíó 20. september. Í henni snúa aftur flestar af lykilpersónum þáttanna með þeim Robert Crawley, jarli af Grantham, og hertogaynjunni Coru Crawley í fararbroddi sem leikin eru af Hugh Bonneville og Elizabeth McGovern. Við kynnummyndina nánar í næsta blaði. It: Kafli tvö kemur í september Seinni kaflinn í sögu Stephens King um ógnina í bænum Derry í Maine-ríki Bandaríkjanna kemur í bíó í byrjun september þegar nákvæmlega tvö ár eru liðin frá því að fyrri hlutinn sló í gegn á heimsvísu og halaði inn rúmlega 700 milljónir dollara í miðasölu. Líklegt þykir að kafli tvö eigi eftir að slá þann fyrri út í vinsældum enda vilja allir auðvitað sjá hvað gerist nú í Derry 27 árum síðar. Í myndinni snúa nánast allar aðalpersónurnar aftur en krakk- arnir sem glímdu við Pennywise erunú ekki lengur krakkar heldur fullorðið fólk. Hvort það geri baráttuna við hinn ómennska trúð eitthvað auðveldari er ekki líklegt fyrir utan að nú hafa þau reynsluna og vita að hverju þau eru að ganga – eða hvað? Leikstjóri er sá sami, Andy Mus- chietti eins og reyndar svo til allir sem unnu að gerð fyrri myndar- innar enda engin ástæða til að skipta út því ágæta sigurliði! Trúðurinn Pennywise mætir auðvitað aftur á svæðið í túlkun Bills Skarsgård og á sjálfsagt eftir að gera einhvern óskunda. Myndin gerist að stóru leyti í geimnum og er sögð innihalda raunverulegustu geimsenur sem gerðar hafa verið. Verk að vinna Það bíða sjálfsagt margir eftir vísindaskáld- sögunni Ad Astra eftir leikstjórann James Gray með Brad Pitt í aðalhlutverki og leikurum eins og Tommy Lee Jones, Donald Sutherland, Ruth Negga og Liv Tyler í öðrum stórum hlutverkum. Þeirri bið lýkur í september og þá fáum við að vita um hvað málið snýst en nánast það eina sem látið hefur verið uppi um söguna er að hún fjallar um mann, Roy McBride, sem er sendur út í geim að leita föður síns sem hvarf fyrir mörgum árum algjörlega sporlaust. Sjálfur hefur James Gray, sem á að baki myndir eins og Little Odessa , The Immigrant og The Lost City of Z , sagt að sagan í Ad Astra sé nokkurs konar blanda af 2001: A Space Odyssey og Apocalypse Now . Hvað hann á við með því vitum við ekki en grunar að pabbi Roys sé nokkurs konar Walter E. Kurtz í geimnum. Þetta er ágiskun án ábyrgðar. Kíkið á stikluna. Bíófréttir – Væntanlegt Bill Hader, Jessica Chastain, James McAvoy, James Ransone, Isaiah Mustafa og Jay Ryan leika sex af krökkunum þegar þau eru orðin fullorðin og snúa aftur til heimabæjar síns, Derry.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=