Myndir mánaðarins, ágúst 2019- Bíó

9 Myndir mánaðarins Síðasta verkefnið Fimmta, og að sögn Sylvesters Stallone síðasta myndin um John James Rambo, verður frumsýnd í september og ber hún heitið Rambo: Last Blood . Myndin hefur verið í bígerð allar götur síðan fjórða myndin var frumsýnd 2008 en alltaf steytt á einhverjum skerjum, aðallega þeim að Sylvester hefur verið upptekinn í öðrum verkefnum. En nú er sem sagt komið að því að sjá sögulokin í ævintýrinu um Rambó sem rithöfundurinn David Morrell skapaði í bók sinni First Blood árið 1972. Í myndinni tekur hinn áttræði Rambo að sér að fara til Mexíkó þar sem hann ætlar að freista þess að frelsa dóttur vinar síns úr klóm glæpagengis. Hvernig það mun ganga skal ósagt látið en víst er að Rambo þarf á allri sinni reynslu og fyrri styrk að halda til að komast í gegnum verkefnið heill á húfi. Sjáið stikluna. Sumar hetjur eru úr plasti Þýsku Playmobile-leikföngin komu fyrst á markað árið 1974 og það leið ekki á löngu uns þau höfðu náð gríðarlegum vinsældum í leikfangaverslunum um allan heim. Í september verður fyrsta bíómyndin sem byggist á þessum leikföngum frum- sýnd, en hún er í leikstjórn Lino DiSalvo semeinnig samdi söguna. Myndin segir frá Maríu sem komið hefur sér vel fyrir í einni af fjölmörgum veröldum Playmobile og hefur ekkert hugsað sér til hreyfings. Það breytist hins vegar snarlega þegar bróðir hennar og reyndar fleiri Playmo-kallar hverfa sporlaust og hún ákveður að ganga í lið með spæjaranum Rex Dasher sem einsett hefur sér að leysa málið. Þar með hefst ferðalag þeirra inn í hinar ýmsu Playmobile-veraldir sem eru jafnskringilegar og þær eru margar og sumar stórhættulegar venjulegum Playmo-köllum. En Rex er ekkert blávatn heldur og tekst á við hvert verkefni af æðruleysi. Sorg, hefnd og ást Önnur mynd Hlyns Pálmasonar ( Vinterbrødre ), Hvítur, hvítur dagur , verður frumsýnd í byrjun september en hún hefur fengið afar góða dóma þeirra sem séð hafa á kvikmyndahátíðum erlendis. Myndin segir frá lögreglustjóranum Ingimundi sem hefur verið í starfsleyfi frá því að eiginkona hans lést óvænt af slysförum. Í sorginni einbeitir hann sér að því að byggja hús fyrir dóttur sína og afastelpu, eða allt þar til athygli hans beinist að manni sem hann grunar að hafi átt í ástarsambandi við konu sína. Fljótlega breytist grunur Ingimundar í þráhyggju og leiðir hann til róttækra gjörða sem óhjákvæmilega bitna einnig á þeim sem standa honum næst. Segja aðstandendur myndarinnar að um sé að ræða sögu um sorg, hefnd og skilyrðislausa ást. Með hlutverk Ingimundar fer Ingvar E. Sigurðsson en á meðal annarra leikara eru Ída Mekkín Hlynsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Arnmundur Ernst Backman, Björn Ingi Hilmarsson, Elma Stefanía Ágústsdóttir, Haraldur Ari Stefánsson, Laufey Elíasdóttir, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Sverrir Þór Sverrisson og Þór Tulinius. Stiklan er komin á netið. Svindlað á svindlurum Á myndinni hér fyrir ofan má sjá þær Lili Reinhart, Jennifer Lopez, Keke Palmer og Constance Wu í hlutverkum sínum í nýjustu mynd leikstjórans Lorene Scafaria, Hustlers , sem frumsýnd verður í september. Lorena, sem á að baki myndirnar Seeking a Friend for the End of the World og The Meddler , skrifaði einnig handritið og byggði það á sannri sögu sem færð var í letur af blaðakonunni Jessicu Pressler og birt í New York Times árið 2015 undir heitinu The Hustlers at Scores . Myndin fjallar um nokkrar konur sem dönsuðu á háklassa súlustöðum í New York og drógu m.a. að sér karlmenn sem unnu á Wall Street og óðu margir hverjir í peningum á þeim tíma. Segja má að það hafi konurnar sammælst um að nýta sér á ólöglegan hátt og í gang fór flétta sem átti heldur betur eftir að vinda upp á sig. Sagan er sögð á gamansaman hátt og við kynnum hana nánar í næsta blaði. Bíófréttir – Væntanlegt

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=