Myndir mánaðarins, september 2019 - Leigan
14 Myndir mánaðarins 5. september 96 mín Aðalhlutverk: Elizabeth Banks, David Denman og Jackson A. Dunn Leikstjórn: Sara Colangelo Útgefandi: Sena VOD Tryllir Bændahjónin Kyle og Tori Breyer vita ekki hvaðan á þau stendur veðrið þegar eitthvað sem líkist loftsteini skellur á landareign þeirra. Við athugun finna þau kornabarn sem virðist hafa komið með þessari sendingu utan úr geimnumog ákveða að ganga því í foreldra stað. Það á ekki eftir að fara vel. Brightburn er hörkutryllir en grunnsagan í honum líkist sögunni um það þegar Súperman kom til jarðar og var tekinn í fóstur af Kent-hjónunum. Munurinn er hins vegar sá að þegar þessi ungi maður utan úr geimnum, sem Breyer-hjónin nefna Brandon, vex úr grasi og uppgötvar að hann er gæddur nánast sömu ofurkröftum og Súperman nýtir hann þá ekki til góðs heldur til að hefna sín á þeim sem hann telur hafa gert á sinn hlut. Þar eru skólafélagarnir efstir á blaði ... Hvað ef ...? Elizabeth Banks leikur Tori Breyer sem finnur kornabarn eftir að ókennilegur hlutur lendir á landareign hennar og eig- inmannsins og ákveður að ala það upp. l Brightburn er í leikstjórn Davids Yarovesky en hún er framleidd af James Gunn sem gerði Guardians of the Galaxy -myndirnar og er handritið eftir bróður hans, Brian Gunn, og frænda þeirra, Mark Gunn. l Þetta er önnur mynd Davids Yaro- vesky í fullri lengd en sú fyrri var vísindahrollvekjan The Hive semhann sendi frá sér 2014 og hlaut góða dóma margra. Þess má geta að David og Gunn-bræðurnir hafa lengi verið vinir og vann hann t.a.m. að báðum Guardians of the Galaxy -myndunum. Punktar .................................................................. HHHH - Playlist HHHH - ScreenCrush HHH 1/2 - Los Angeles Times HHH 1/2 - IGN HHH 1/2 - The New York Times HHH 1/2 - The Guardian Brightburn – Fahrenheit 11/9 6. september 96 mín Höfundur: Michael Moore Útgefandi: Myndform VOD Heimildarmynd Kvikmyndagerðarmaðurinn og Óskarsverðlaunahafinn Michael Moore vakti mikla athygli sumarið 2016 þegar hann spáði því fullum fetum að Donald Trumpmyndi sigra í bandarísku forsetakosningunum 8. nóvember sama ár. Í Fahrenheit 11/9 útskýrir hann hvernig hann sá sigur Trumps fyrir. Þeir sem gaman hafa af góðum heimildarmyndum, svo ekki sé talað um alla þá sem hafa kunnað að meta hinar frábæru myndir Michaels Moore í gegnum árin, ættu alls ekki að láta Fahrenheit 11/9 fram hjá sér fara. Segja má að hér útskýri Michael hina bandarísku þjóðarsál betur en nokkurn tíma fyrr og þá sérstaklega hvers vegna svo margir sem kusu Barack Obama í forsetakosningunum 2008 ákváðu að snúa baki við demókrataflokknum í forsetakosningunum 2016 ... Hvað gerðist? Sennilega skilja fáir betur aðstæður bandarísks almennings og afstöðu hans til stjórnmálamanna en Michael Moore. l Heiti myndarinnar, Fahrenheit 11/9 , vísar annars vegar til framtíðarskáld- sögu Rays Bradbury, Fahrenheit 451 sem kom út árið 1953, og hins vegar í 9. nóvember þegar Donald Trump var opinberlega lýstur sigurvegari banda- rísku forsetakosninganna sem fram fóru 8. nóvember 2016. Heitið kallast einnig á við mynd Michaels, Fahren- heit 9/11 , sem hann gerði 2004 og er tekjuhæsta heimildarmynd allra tíma. l Myndin er að stórum hluta tekin upp í heimabæMichaels Moore, Flint. Punktar .................................................................. HHHH 1/2 - Playlist HHHH 1/2 - Rolling Stone HHHH 1/2 - N.Y. Magazine HHHH - The Observer HHHH - Empire HHHH - The New York Times HHHH - The Guardian HHHH - The Wrap HHHH - Paste Magazine
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=