Myndir mánaðarins, september 2019 - Leigan
16 Myndir mánaðarins 6. september 103 mín Aðalhlutverk: Beanie Feldstein, Kaitlyn Dever Billie Lourd og Noah Galvin Leikstjórn: Olivia Wilde Útgefandi: Myndform VOD Gamanmynd Skólafélagarnir og vinkonurnar Amy og Molly eru fyrirmyndarnemendur og hafa með mikilli elju uppskorið góðar einkunnir sem duga til að komast í bestu framhaldsskólana. En árangurinn hefur kostað þær miklar fórnir á fé- lagslega sviðinu og nú er kominn tími til að bæta úr því í eitt skipti fyrir öll! Booksmart er fyrsta mynd Oliviu Wilde sem leikstjóra og þykir hún bráðskemmti- leg frá upphafi til enda. Myndin gerist á lokadegi skólaársins þegar síðasta tækifærið til að skvetta úr klaufunumer runnið upp og það tækifæri ætla þær Amy og Molly ekki að láta sér úr greipum ganga. En hvernig fara óreyndir námshestar eins og þær að því að bæta sér upp margra ára félagslegt svelti á einum degi? Síðasti séns Stöllurnar Molly og Amy (Beanie Feldstein og Kaitlyn Dever) eru harðákveðnar í að mála bæinn rauðan í eitt skipti fyrir öll enda er síðasta tækifærið til þess upprunnið. l Sagan í Booksmart er eftir Katie Silb- erman og hafa þær Olivia Wilde látið hafa eftir sér að innblásturinn sé sótt- ur í sígildar „coming of age“-myndir eins og t.d. Superbad , The Breakfast Club , Fast Times At Richmount High , Dazed and Confused og Clueless . l Myndin hefur hlotið afar góða dóma og er með 8,8 í meðaleinkunn frá 56 gagnrýnendum á Metacritic.com, 7,4 í einkunn á Imdb.comog er 97% „fresh“ á Rotten Tomatoes.com. Þetta er sem sagt mynd sem langflestir áhorfendur munu hafa mjög gaman af. Punktar .................................................................. HHHHH - N.Y. Post HHHHH - R.Ebert.com HHHHH - Wall Street Journal HHHHH - Empire HHHH 1/2 - IndieWire HHHH 1/2 - Los Angeles Times HHHH 1/2 - IGN HHHH 1/2 - The New York Times HHHH 1/2 - H. Reporter Booksmart – Under the Silver Lake 6. september 96 mín Aðalhlutv.: Andrew Garfield, Riley Keough og Topher Grace Leikstjórn: David Robert Mitchell Útgefandi: Myndform VOD Ráðgáta/drama Sam er 33 ára maður sem býr einn í leiguíbúð í fjölbýli. Nótt eina kynnist hann nágrannakonu sinni, Söruh, þar sem hún er að synda í sundlaug fjöl- býlisins og ákveða þau að hittast á ný daginn eftir. Sam verður því meira en lítið hissa ummorguninn þegar Sarah reynist vera flutt úr íbúð sinni! Under the Silver Lake er blanda af drama, ráðgátu og glæpasögu þar sem sögu- þráðurinn tekur nokkuð súrrealíska stefnu og hafa margir sagt hana vera nokkurs konar tilbrigði við mynd Davids Lynch, Mulholland Drive . Þegar Sam uppgötvar að Sarah er horfin sannfærist hann um að eitthvað dularfullt hafi átt sér stað og að hann verði að leysa gátuna. Um leið fer hann að sjá vísbendingar alls staðar um afdrif Söruh, en þegar hann fylgir þeim eftir uppgötvar hann að málið er bæði viðameira og flóknara en hann hefði nokkurn tíma getað gert sér í hugarlund ... Hvað eru þau að fela? Andrew Garfield leikur Sam sem lendir í ótrúlegum aðstæðum þegar hann ákveður að rannsaka hvarf nágrannakonu sinnar. l Under the Silver Lake er eftir leik- stjórann og handritshöfundinn David Robert Mitchell sem vakti mikla athygli árið 2011 fyrir mynd sína The Myth of the American Sleepover og ekki síður árið 2014 þegar hann sendi frá sér spennutryllinn It Follows . l Fyrir utan allar vísbendingarnar sem Sam finnur um hvarf Söruh er sagan í myndinni sneisafull af alls konar til- vísunum í aðrar myndir og atburði sem áhorfendum er falið að ráða í. Punktar .................................................................. HHHHH - Time Out HHHH 1/2 - IndieWire HHHH - The Telegraph HHH 1/2 - R.Ebert.com HHH 1/2 - Boston Globe HHH 1/2 - Entert. Weekly HHH 1/2 - Slate HHH - Empire HHH - Variety HHH - New York Magazine
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=